Íslenski boltinn

Eyja­menn sækja Pól­verja í rammann

Valur Páll Eiríksson skrifar
Marcel Zapytowski verður markvörður ÍBV í sumar.
Marcel Zapytowski verður markvörður ÍBV í sumar. Mynd/ÍBV

ÍBV hefur tilkynnt um komu Pólverjans Marcel Zapytowski til félagsins. Hann mun verja mark liðsins í Bestu deild karla í sumar.

Zapytowski lék með Birkirkara á Möltu leiktíðina 2023-24 en hefur að öðru leyti spilað í heimalandinu með Korona Kielce, Resovia Rzeszow og Wisla Plock. Hann er uppalinn hjá síðastnefnda liðinu.

Hann er 24 ára gamall og mun að líkindum verða aðalmarkvörður félagsins. Halldór Páll Geirsson var fenginn inn í aðalliðshóp ÍBV frá venslaliðinu KFS í vetur vegna markvarðavandræða.

ÍBV er nýliði í Bestu deildinni eftir að hafa unnið Lengjudeildina í fyrra. Liðið hefur leik í Bestu deild karla á mánudag í Víkinni er Eyjamenn sækja Víking heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×