Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. apríl 2025 12:11 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. vísir Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira