Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:48 Þórdís Lóa lagði tillöguna fram á fundi borgarstjórnar í dag. Vísir/Vilhelm Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Allir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með tillögunni auk Þórdísar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn henni og Framsóknarflokkurinn sat hjá. Tillagan, með áðurnefndum breytingum hljómar á þá leið að lagt er til að borgarstjóra verði falið að beita sér fyrir því að færa umferð einkaþotna og almennt þyrlu - og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst og taka aftur upp samtal við ríkið byggt á samkomulagi sem gert var í október 2013 sem undirritað var af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra. Í því samkomulegai stendur meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Þórdís lóa sagði á borgarstjórnarfundinum í gærkvöldi að markmið tillögunnar sé að skapa sátt um umgjörð áætlunar og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli sem þarf að ríkja uns nýr staður er fundinn og um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Áðu hafði verið haft eftir henni að auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi. Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. Hins vegar hafi ekki verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug, og draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt sé að tryggja þá umgjörð sem þarf. Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Samgöngur Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Allir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með tillögunni auk Þórdísar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn henni og Framsóknarflokkurinn sat hjá. Tillagan, með áðurnefndum breytingum hljómar á þá leið að lagt er til að borgarstjóra verði falið að beita sér fyrir því að færa umferð einkaþotna og almennt þyrlu - og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst og taka aftur upp samtal við ríkið byggt á samkomulagi sem gert var í október 2013 sem undirritað var af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra. Í því samkomulegai stendur meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Þórdís lóa sagði á borgarstjórnarfundinum í gærkvöldi að markmið tillögunnar sé að skapa sátt um umgjörð áætlunar og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli sem þarf að ríkja uns nýr staður er fundinn og um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Áðu hafði verið haft eftir henni að auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi. Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. Hins vegar hafi ekki verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug, og draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt sé að tryggja þá umgjörð sem þarf.
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Samgöngur Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira