„Auðvitað lét ég hann heyra það“ Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 09:29 Kolbrún Bergþórsdóttir segir að auðvitað sé það svo að vinnufélagar takist á. Og að þessu sinni sló í brýnu milli hennar og Andrésar Magnússonar fulltrúa ritstjóra. Vísir/Vilhelm/Steingrímur Dúi Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar. „Sko, við Andrés erum búin að þekkjast í áratugi. Auðvitað lét ég hann heyra það. Það er ekkert meira um þetta að segja. Ég er bara frjáls pistlahöfundur og ef mönnum líkar ekki það sem ég hef að segja, þá verður bara að hafa það,“ segir Kolbrún þegar Vísir vildi athuga með rimmu sem átti sér stað þeirra á milli. „Þetta er ekkert mál.“ Glöggur sjónarvottur á ferð Eins og þeir vita sem lesa Morgunblaðið er Kolbrún skeleggur pistlahöfundur, krati sem fer sínar leiðir og hún fer ekki leynt með að hún hefur Kristrúnu Frostadóttur í hávegum. Sem er engan veginn í samræmi við línuna sem gefin hefur verið á Mogganum. DV, sem fylgist grannt með gangi mála á öðrum miðlum, segir að uppnám hafi orðið á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Og svo virðist sem þeir eigi góðan heimildarmann inni á gólfi ritstjórnarskrifstofa í Hádegismóum því í gær birtu þeir býsna nákvæma frásögn höfð eftir þriðja manni sem lýsti því í eyru ónafngreinds blaðamanns DV þegar sló í brýnu milli þeirra Kolbrúnar og Andrésar. „Það finnst mér mjög einkennilegt. Nei, það er ekkert rangt í þessu sem kemur mér mjög á óvart.“ Míglekur ritstjórnin í Móunum? „Ég veit það ekki. Greinilega mjög glöggur sjónarvottur þar á ferð,“ segir Kolbrún og ítrekar að henni komi þetta mjög á óvart. Að Sjálfstæðisflokkurinn verði sem lengst í stjórnarandstöðu Forsaga málsins er að Kolbrún birti pistil í Sunnudagsblaðinu þar sem hún hundskammar Flokkinn. Pistillinn heitir „Súrir og sárir sjálfstæðismenn“ þar sem segir að svekkelsið birtist á svo ofsafenginn hátt að helst minnir á taumlausa valdafíkn. Svona hefst krassandi pistill Kolbrúnar sem fór fyrir brjóstið á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum. Í pistlinum fær Hildur Sverrisdóttur þingflokksformaður á baukinn fyrir að vera að jagast í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra. Hildur sé að „gjaldfella sjálfa sig með stöðugu rápi upp í ræðustól Alþingis og farið þar með sömu fáránlegu ásakanirnar um meint trúnaðarbrot og lygar forsætisráðherra.“ Og Kolbrún heldur áfram: „Maður hlýtur að spyrja sig á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn sé. Þjóðin hafnaði flokknum rækilega í síðustu kosningum og sitthvað hefðu sjálfstæðismenn átt að læra af því,“ segir Kolbrún meðal annars í pistlinum og klikkir út með: „Að manni læðist einlæg ósk um að flokkur sem ákveður að stunda svo skelfilega vonda pólitík sitji sem lengst í stjórnarandstöðu.“ Aðalatriðið að maður standi á sínu DV segir að Andrés hafi nálgast Kolbrúnu og viljað ræða, í lágum hljóðum, efni pistilsins en Kolbrún hafi ekki tekið í mál að hvísla heldur hafi hún hellt sér yfir Andrés. DV gerir ráð fyrir því að Andrés hafi þarna verið í hlutverki útsendara Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins en Kolbrún gefur lítið fyrir það. „Auðvitað takast vinnufélagar oft á. Aðalaatriði er að maður standi á sínu,“ segir Kolbrún. Og hún bráðnar þegar rifjuð eru upp ummæli Egils Helgasonar sjónvarspmanns, umsjónarmaður Kiljunnar hvar Kolbrún er gagnrýnandi, sem hann lét falla á Facebook eitthvað á þá leið að hún væri frjáls andi sem léti ekki segja sér hvað hún ætti að skrifa. „Það var svo fallegt af Agli að segja það og mér þótti virkilega vænt um það. Egill er enginn venjulegur maður. Og gott að eiga hann að vini.“ Ekki fyrsta rimman sem Kolbrún tekur á ritstjórnargólfinu Kolbrún segir þetta ekki fyrstu rimmuna sem hún taki á ritstjórn og getur sá sem hér heldur um penna staðfest það. „Það gerðist nú ansi oft á Fréttablaðinu. Það er enginn að kúga mig í Hádegismóum, ég er fullfær um að standa á mínu. Og Davíð hefði aldrei tekið mig hérna inn nema hann vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að fá.“ Samkvæmt DV hótaði Kolbrún því að ef þeim yfirmönnum Moggans líkaði ekki skrif hennar geti þeir bara rekið sig, hún eigi hálft ár í uppsagnarfrest. Kolbrún, sem er að nálgast 68 ára aldurinn, segist hafa gaman af því að vinna. Því hafi hún kynnst þegar hún var iðjulaus á uppsagnarfresti hjá Fréttablaðinu. Hún stefnir að því að vinna til sjötugs, hætta þá fastri vinnu en hún haldi alltaf áfram að vinna. Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Sko, við Andrés erum búin að þekkjast í áratugi. Auðvitað lét ég hann heyra það. Það er ekkert meira um þetta að segja. Ég er bara frjáls pistlahöfundur og ef mönnum líkar ekki það sem ég hef að segja, þá verður bara að hafa það,“ segir Kolbrún þegar Vísir vildi athuga með rimmu sem átti sér stað þeirra á milli. „Þetta er ekkert mál.“ Glöggur sjónarvottur á ferð Eins og þeir vita sem lesa Morgunblaðið er Kolbrún skeleggur pistlahöfundur, krati sem fer sínar leiðir og hún fer ekki leynt með að hún hefur Kristrúnu Frostadóttur í hávegum. Sem er engan veginn í samræmi við línuna sem gefin hefur verið á Mogganum. DV, sem fylgist grannt með gangi mála á öðrum miðlum, segir að uppnám hafi orðið á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Og svo virðist sem þeir eigi góðan heimildarmann inni á gólfi ritstjórnarskrifstofa í Hádegismóum því í gær birtu þeir býsna nákvæma frásögn höfð eftir þriðja manni sem lýsti því í eyru ónafngreinds blaðamanns DV þegar sló í brýnu milli þeirra Kolbrúnar og Andrésar. „Það finnst mér mjög einkennilegt. Nei, það er ekkert rangt í þessu sem kemur mér mjög á óvart.“ Míglekur ritstjórnin í Móunum? „Ég veit það ekki. Greinilega mjög glöggur sjónarvottur þar á ferð,“ segir Kolbrún og ítrekar að henni komi þetta mjög á óvart. Að Sjálfstæðisflokkurinn verði sem lengst í stjórnarandstöðu Forsaga málsins er að Kolbrún birti pistil í Sunnudagsblaðinu þar sem hún hundskammar Flokkinn. Pistillinn heitir „Súrir og sárir sjálfstæðismenn“ þar sem segir að svekkelsið birtist á svo ofsafenginn hátt að helst minnir á taumlausa valdafíkn. Svona hefst krassandi pistill Kolbrúnar sem fór fyrir brjóstið á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum. Í pistlinum fær Hildur Sverrisdóttur þingflokksformaður á baukinn fyrir að vera að jagast í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra. Hildur sé að „gjaldfella sjálfa sig með stöðugu rápi upp í ræðustól Alþingis og farið þar með sömu fáránlegu ásakanirnar um meint trúnaðarbrot og lygar forsætisráðherra.“ Og Kolbrún heldur áfram: „Maður hlýtur að spyrja sig á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn sé. Þjóðin hafnaði flokknum rækilega í síðustu kosningum og sitthvað hefðu sjálfstæðismenn átt að læra af því,“ segir Kolbrún meðal annars í pistlinum og klikkir út með: „Að manni læðist einlæg ósk um að flokkur sem ákveður að stunda svo skelfilega vonda pólitík sitji sem lengst í stjórnarandstöðu.“ Aðalatriðið að maður standi á sínu DV segir að Andrés hafi nálgast Kolbrúnu og viljað ræða, í lágum hljóðum, efni pistilsins en Kolbrún hafi ekki tekið í mál að hvísla heldur hafi hún hellt sér yfir Andrés. DV gerir ráð fyrir því að Andrés hafi þarna verið í hlutverki útsendara Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins en Kolbrún gefur lítið fyrir það. „Auðvitað takast vinnufélagar oft á. Aðalaatriði er að maður standi á sínu,“ segir Kolbrún. Og hún bráðnar þegar rifjuð eru upp ummæli Egils Helgasonar sjónvarspmanns, umsjónarmaður Kiljunnar hvar Kolbrún er gagnrýnandi, sem hann lét falla á Facebook eitthvað á þá leið að hún væri frjáls andi sem léti ekki segja sér hvað hún ætti að skrifa. „Það var svo fallegt af Agli að segja það og mér þótti virkilega vænt um það. Egill er enginn venjulegur maður. Og gott að eiga hann að vini.“ Ekki fyrsta rimman sem Kolbrún tekur á ritstjórnargólfinu Kolbrún segir þetta ekki fyrstu rimmuna sem hún taki á ritstjórn og getur sá sem hér heldur um penna staðfest það. „Það gerðist nú ansi oft á Fréttablaðinu. Það er enginn að kúga mig í Hádegismóum, ég er fullfær um að standa á mínu. Og Davíð hefði aldrei tekið mig hérna inn nema hann vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að fá.“ Samkvæmt DV hótaði Kolbrún því að ef þeim yfirmönnum Moggans líkaði ekki skrif hennar geti þeir bara rekið sig, hún eigi hálft ár í uppsagnarfrest. Kolbrún, sem er að nálgast 68 ára aldurinn, segist hafa gaman af því að vinna. Því hafi hún kynnst þegar hún var iðjulaus á uppsagnarfresti hjá Fréttablaðinu. Hún stefnir að því að vinna til sjötugs, hætta þá fastri vinnu en hún haldi alltaf áfram að vinna.
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira