Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 14:54 Kristólína og Guðmundur segjast vilja vera látin í friði. Vísir/Sigurjón Hjón sem búa í Grindavík tóku fréttum af yfirvofandi eldgosi af mesta jafnaðargeði í morgun. Þau klæddu sig, borðuðu morgunmat og gáfu dýrunum að borða. Þau telja enga hættu á ferð heima hjá sér og neituðu að rýma bæinn í morgun þegar viðbragðsaðilar gáfu skipanir um slíkt. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður okkar sem er staðsettur í Grindavík, náði tali af þeim Guðmundi Sigurðssyni og Kristólínu Þorláksdóttur, sem neituðu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau búa í suðvesturhluta Grindavíkur og segja enga hættu á að eldgos hafi áhrif á heimili þeirra og vilja vera látin í friði þegar gýs. Nú eru þau þó heima hjá dóttur sinni utan Grindavíkur. Hafa meiri áhyggjur af sjónum en eldfjallinu Guðmundur og Kristólína segjast hafa talsvert meiri áhyggjur af sjávarflóðum en eldgosum þar sem þau búa. Til að mynda hafa sjávarstaðan verið skelfileg í gær og í fyrradag. Þá segist Kristólína öllu vön hvað sprungur varðar. „Ég er fædd og uppalin þarna og þekki þetta allt saman. Þarna hafa alla tíð verið sprungur og þarna hefur alltaf pompað niður á túnin hjá okkur. Við vissum alltaf af þessu, við pössuðum okkur og ég held að Grindvíkingar viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera.“ „Við viljum bara vera heima“ Hjónin segja mikil læti hafa verið síðast þegar bærinn var rýmdur, þá hafi lögregla rekið þau að heiman en í dag hafi slökkviliðsmaður mætt. „Við sögðum náttúrulega eins og var, við færum bara strax og við værum búin að okkar verkum og fórum hingað til dóttur okkar en við viljum bara vera heima. Það er best að vera þar.“ Ætlar að verja ævikvöldinu í Grindavík Hjónin segja engan „í þeirra liði“ vera hræddan við að dveljast heima hjá þeim, ekki einu sinni barnabörnin. Þannig að þið eru ekkert á leiðinni neitt í bráð? „Ekki nema það komi flóð,“ segir Guðmundur. „Ég ætla að eyða mínum síðustu ævidögum í Grindavík,“ segir Kristólína. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41 Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður okkar sem er staðsettur í Grindavík, náði tali af þeim Guðmundi Sigurðssyni og Kristólínu Þorláksdóttur, sem neituðu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau búa í suðvesturhluta Grindavíkur og segja enga hættu á að eldgos hafi áhrif á heimili þeirra og vilja vera látin í friði þegar gýs. Nú eru þau þó heima hjá dóttur sinni utan Grindavíkur. Hafa meiri áhyggjur af sjónum en eldfjallinu Guðmundur og Kristólína segjast hafa talsvert meiri áhyggjur af sjávarflóðum en eldgosum þar sem þau búa. Til að mynda hafa sjávarstaðan verið skelfileg í gær og í fyrradag. Þá segist Kristólína öllu vön hvað sprungur varðar. „Ég er fædd og uppalin þarna og þekki þetta allt saman. Þarna hafa alla tíð verið sprungur og þarna hefur alltaf pompað niður á túnin hjá okkur. Við vissum alltaf af þessu, við pössuðum okkur og ég held að Grindvíkingar viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera.“ „Við viljum bara vera heima“ Hjónin segja mikil læti hafa verið síðast þegar bærinn var rýmdur, þá hafi lögregla rekið þau að heiman en í dag hafi slökkviliðsmaður mætt. „Við sögðum náttúrulega eins og var, við færum bara strax og við værum búin að okkar verkum og fórum hingað til dóttur okkar en við viljum bara vera heima. Það er best að vera þar.“ Ætlar að verja ævikvöldinu í Grindavík Hjónin segja engan „í þeirra liði“ vera hræddan við að dveljast heima hjá þeim, ekki einu sinni barnabörnin. Þannig að þið eru ekkert á leiðinni neitt í bráð? „Ekki nema það komi flóð,“ segir Guðmundur. „Ég ætla að eyða mínum síðustu ævidögum í Grindavík,“ segir Kristólína.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41 Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41
Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03