Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar 31. mars 2025 16:31 Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum. Mikilvægasta breytingin er að lagt er til að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fylgi þróun launavísitölu í stað þess að taka mið af almennri launaþróun. Með því að festa í lög að greiðslur almannatrygginga hækki í samræmi við þróun launavísitölu er stefnt að því að lífeyrisgreiðslur fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði. Þannig er tryggt að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Áfram verður stuðst við hækkanir vegna vísitölu neysluverðs ef sú vísitala hækkar meira en launavísitala Bætir kjör mikils meirihluta fólks Ef litið er til meðaltals hækkana almannatrygginga og launavísitölu frá árinu 2016 til ársins 2024 er hækkun launavísitölu að lágmarki um eitt komma eitt prósent umfram hækkun almannatrygginga. En þegar horft er til að hækkun verði aldrei minni en á verðlagi er meðaltalshækkun launavísitölu umfram fjárhæðir almannatrygginga eitt komma sex prósent. Verði frumvarpið að lögum gagnast þetta öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggir þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um. Þannig mun breytt fyrirkomulag hægt og bitandi vinna upp uppsafnaða kjaragliðnun almannatrygginga. Þessi breyting mun skila mikilvægri kjarabót til allra lífeyrisþega almannatrygginga. Um síðustu mánaðamót voru þetta um sextíu og fimm þúsund manns. Öryrkjar halda réttindum við eftirlaunaaldur Önnur mikilvæg breyting er að aldursviðbót þeirra örorkulífeyrisþega sem hafa uppfyllt skilyrði fyrir henni falli ekki niður á tímamótum þegar örorkulífeyrisþegi nær ellilífeyrisaldri heldur fylgi ellilífeyrinum. Það þýðir að þau sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris vegna þess að þau voru ung metin til örorku munu áfram njóta stuðnings með viðbótargreiðslu, nái frumvarpið fram að ganga. Um er að ræða ívilnandi ákvæði sem bætir fjárhagslega stöðu þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá greidda aldursviðbót í því nýja greiðslukerfi örorkulífeyris sem tekur gildi 1. september á þessu ári. Fylgst með framgangi nauðsynlegrar þjónustu Til viðbótar eru lagðar til tvær aðrar breytingar. Lagt er til að Tryggingastofnun haldi skrá á landsvísu með upplýsingum frá þjónustuaðilum um framvindu meðferðar og endurhæfingar einstaklinga. Skránni er ætlað að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir þjónustu og stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum. Með öðrum orðum þá er breytingunni ætlað að tryggja að haldið sé utan um þessar mikilvægu upplýsingar til að þær get nýst til að stuðla að því að einstaklingar fái rétta endurhæfingarþjónustu, á réttum stað og á réttum tíma. Persónuauðkenni í skránni verða dulkóðuð til að tryggja friðhelgi einkalífs. Enn fremur felur frumvarpið í sér að stjórn Tryggingastofnunar verði lögð niður. Tryggingastofnun hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun síðustu stjórnar rann út í nóvember sl., eða við lok síðasta kjörtímabils. Sú staða hefur ekki haft áhrif á starfsemi stofnunarinnar enda er yfirstjórnarhlutverk ráðherra skýrt samkvæmt lögum og því ekki ástæða til að hafa sérstaka stjórn með óljóst hlutverk yfir stofnunni. Þess vegna er lagt til að fella ákvæði um stjórnina brott úr lögunum. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Inga Sæland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tryggingar Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum. Mikilvægasta breytingin er að lagt er til að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fylgi þróun launavísitölu í stað þess að taka mið af almennri launaþróun. Með því að festa í lög að greiðslur almannatrygginga hækki í samræmi við þróun launavísitölu er stefnt að því að lífeyrisgreiðslur fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði. Þannig er tryggt að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Áfram verður stuðst við hækkanir vegna vísitölu neysluverðs ef sú vísitala hækkar meira en launavísitala Bætir kjör mikils meirihluta fólks Ef litið er til meðaltals hækkana almannatrygginga og launavísitölu frá árinu 2016 til ársins 2024 er hækkun launavísitölu að lágmarki um eitt komma eitt prósent umfram hækkun almannatrygginga. En þegar horft er til að hækkun verði aldrei minni en á verðlagi er meðaltalshækkun launavísitölu umfram fjárhæðir almannatrygginga eitt komma sex prósent. Verði frumvarpið að lögum gagnast þetta öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggir þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um. Þannig mun breytt fyrirkomulag hægt og bitandi vinna upp uppsafnaða kjaragliðnun almannatrygginga. Þessi breyting mun skila mikilvægri kjarabót til allra lífeyrisþega almannatrygginga. Um síðustu mánaðamót voru þetta um sextíu og fimm þúsund manns. Öryrkjar halda réttindum við eftirlaunaaldur Önnur mikilvæg breyting er að aldursviðbót þeirra örorkulífeyrisþega sem hafa uppfyllt skilyrði fyrir henni falli ekki niður á tímamótum þegar örorkulífeyrisþegi nær ellilífeyrisaldri heldur fylgi ellilífeyrinum. Það þýðir að þau sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris vegna þess að þau voru ung metin til örorku munu áfram njóta stuðnings með viðbótargreiðslu, nái frumvarpið fram að ganga. Um er að ræða ívilnandi ákvæði sem bætir fjárhagslega stöðu þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá greidda aldursviðbót í því nýja greiðslukerfi örorkulífeyris sem tekur gildi 1. september á þessu ári. Fylgst með framgangi nauðsynlegrar þjónustu Til viðbótar eru lagðar til tvær aðrar breytingar. Lagt er til að Tryggingastofnun haldi skrá á landsvísu með upplýsingum frá þjónustuaðilum um framvindu meðferðar og endurhæfingar einstaklinga. Skránni er ætlað að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir þjónustu og stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum. Með öðrum orðum þá er breytingunni ætlað að tryggja að haldið sé utan um þessar mikilvægu upplýsingar til að þær get nýst til að stuðla að því að einstaklingar fái rétta endurhæfingarþjónustu, á réttum stað og á réttum tíma. Persónuauðkenni í skránni verða dulkóðuð til að tryggja friðhelgi einkalífs. Enn fremur felur frumvarpið í sér að stjórn Tryggingastofnunar verði lögð niður. Tryggingastofnun hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun síðustu stjórnar rann út í nóvember sl., eða við lok síðasta kjörtímabils. Sú staða hefur ekki haft áhrif á starfsemi stofnunarinnar enda er yfirstjórnarhlutverk ráðherra skýrt samkvæmt lögum og því ekki ástæða til að hafa sérstaka stjórn með óljóst hlutverk yfir stofnunni. Þess vegna er lagt til að fella ákvæði um stjórnina brott úr lögunum. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun