Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 13:17 Leitað í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í Mandalay. AP/Thein Zaw Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann. Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar. Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar.
Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37
Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12