Innherji

Spyrnir gegn styrkingu krónunnar með fyrstu inn­gripunum í meira en eitt ár

Hörður Ægisson skrifar
Sterkari króna ætti að öðru óbreyttu að draga úr innfluttum verðbólguþrýstingi en á móti er ljóst að Ásgeir Jónsson seðlabankstjóri horfir einnig til þess að ekki sé æskilegt að gengið hækki meira en nú þegar er orðið. Það skerðir samkeppnishæfni útflutningsatvinnuveganna, meðal annars ferðaþjónustunnar og sjávarútvegs á tíma þegar blikur eru á lofti í alþjóðamálum vegna yfirvofandi tollastríðs.
Sterkari króna ætti að öðru óbreyttu að draga úr innfluttum verðbólguþrýstingi en á móti er ljóst að Ásgeir Jónsson seðlabankstjóri horfir einnig til þess að ekki sé æskilegt að gengið hækki meira en nú þegar er orðið. Það skerðir samkeppnishæfni útflutningsatvinnuveganna, meðal annars ferðaþjónustunnar og sjávarútvegs á tíma þegar blikur eru á lofti í alþjóðamálum vegna yfirvofandi tollastríðs. VÍSIR/ARNAR halldórsson

Þrátt fyrir að hafa staðið fyrir talsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í nokkur skipti undir lok vikunnar þegar Seðlabankinn keypti gjaldeyri til að stemma stigu við gengishækkun krónunnar þá var ekkert lát á risi hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Gjaldeyrisinngripin voru þau fyrstu hjá Seðlabankanum í meira en eitt ár en skörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, meiri en sennilegt er að peningamálayfirvöld álíti æskilegt, er nokkuð á skjön við undirliggjandi stöðu þjóðarbúsins og spár um viðskiptahalla á komandi árum.


Tengdar fréttir

Hátt raun­gengi að nálgast „þol­mörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir

Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.

Yfir fimmtíu milljarða evru­greiðsla ætti að létta á gjald­eyris­kaupum líf­eyris­sjóða

Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði.

Ekki meira inn­streymi í ríkis­bréf í eitt ár með auknum kaupum er­lendra sjóða

Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×