Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. mars 2025 08:37 Jarðskjálftinn mældist 7,7 og fjöldi eftirskjálfta fylgdi. AP/Aung Shine Oo Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og stofnunin segir skortinn koma í veg fyrir að hægt sé að sinna hjálparstarfi. Hátt í 3500 manns slösuðust í hamförunum. Tala látinna í Bangkok, Taílandi, hefur hækkað upp í 17 og 83 er enn saknað. Skjálftinn olli mikilli eyðileggingu á vegum og öðrum innviðum. Yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu veldur því að erfitt hefur reynst fyrir alþjóðlegar hjálparstofnanir að bregðast við hamförunum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Marcoluigi Corsi, sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Mjanmar, að skjálftarnir hafi haft áhrif á hátt í tuttugu milljón manns. Hófu árásir á ný þrátt fyrir allt Útlagastjórnin í Mjanmar lýsti því yfir í gær að tveggja vikna hlé yrði gert á hernaðaraðgerðum á svæðum þar sem jarðskjálftarnir höfðu mest áhrif. Her hennar hefur háð stríð gegn herforingjastjórn landsins sem sölsaði undir sig völd í febrúar 2021. Búist er við að hléið hefjist í dag en óvíst er hvort sú spá gangi eftir þar sem uppreisnarhópar víða um Mjanmar hafa ekki tekið afstöðu til fyrirhugaðs hlés. Fram kemur í frétt BBC að herforingjastjórnin hafi haldið sprengjuárásum áfram á vissum svæðum í landinu eftir jarðskjálftana. Árásirnar sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna forkastanlegar og óásættanlegar. Mjanmar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29. mars 2025 07:40 Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Björgunaraðgerðir standa enn yfir og stofnunin segir skortinn koma í veg fyrir að hægt sé að sinna hjálparstarfi. Hátt í 3500 manns slösuðust í hamförunum. Tala látinna í Bangkok, Taílandi, hefur hækkað upp í 17 og 83 er enn saknað. Skjálftinn olli mikilli eyðileggingu á vegum og öðrum innviðum. Yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu veldur því að erfitt hefur reynst fyrir alþjóðlegar hjálparstofnanir að bregðast við hamförunum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Marcoluigi Corsi, sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Mjanmar, að skjálftarnir hafi haft áhrif á hátt í tuttugu milljón manns. Hófu árásir á ný þrátt fyrir allt Útlagastjórnin í Mjanmar lýsti því yfir í gær að tveggja vikna hlé yrði gert á hernaðaraðgerðum á svæðum þar sem jarðskjálftarnir höfðu mest áhrif. Her hennar hefur háð stríð gegn herforingjastjórn landsins sem sölsaði undir sig völd í febrúar 2021. Búist er við að hléið hefjist í dag en óvíst er hvort sú spá gangi eftir þar sem uppreisnarhópar víða um Mjanmar hafa ekki tekið afstöðu til fyrirhugaðs hlés. Fram kemur í frétt BBC að herforingjastjórnin hafi haldið sprengjuárásum áfram á vissum svæðum í landinu eftir jarðskjálftana. Árásirnar sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna forkastanlegar og óásættanlegar.
Mjanmar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29. mars 2025 07:40 Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29. mars 2025 07:40
Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07