Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2025 15:42 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Samsett/Ívar Fannar/Arnar Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur gert athuganir við skýrslu Deloitte um hvernig byggja eigi bæinn upp á ný eftir eldgos og jarðhræringar síðustu ára. Þau vilja að framkvæmdir í bænum hefjist strax í sumar og bjóða ráðherrum ríkisstjórnarinnar í heimsókn til að kynna stöðu mála. Deloitte hefur búið til skýrslu að beiðni forsætisráðuneytisins um stöðu Grindavíkur og sviðsmyndir um hvernig samfélag Grindvíkinga verði árið 2035. Þar voru settar fram fjórar sviðsmyndir um hvernig bærinn og samfélagið gæti þróast á næstu tíu árum. Í umsögn bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um skýrsluna segir að hún hafi verið vel unnið en þrátt fyrir það sé tilefni til að gera nokkrar athugasemdir. Til að mynda varðandi stjórnsýslu en samkvæmt bæjarstjórninni þarf að leggja meiri áherslu á skýra verka- og kostnaðarskiptingu við framhald verkefnisins. „Markmiðið þarf að vera að nýta næstu sex mánuði til nauðsynlegra framkvæmda til að tryggja öryggi í Grindavík,“ stendur í umsögninni. Þá sé áætlað tjón í bænum metið of hátt í skýrslunni og auk þess sé engin forgangsröðun á verkefnum sett fram. Bærinn telur að framkvæmdateymi sprunguverkefnis ætti að halda áfram sínum störfum til að tryggja gott verklag. „Tjónamat á hafnarmannvirkjum er hátt en hafnarmannvirki eru rekstrarhæf og ekki endilega þörf á varanlegum endurbótum eða viðgerðum á allra næstu árum. Með slíkri nálgun lækka tölur sem raunverulega þarf til að hefa endurreisnina.“ Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur séu þá hjartanlega velkomnir til Grindavíkur til að kynna sér stöðu mála. Hagsmunir Grindvíkinga og þjóðarbúsins fari saman „Ákvarðanir um tímarás aðgerða ættu að taka mið af fyrirliggjandi mati vísindamanna um að goshrinu á Sundhnúksgígaröðinni ljúki innan skamms. Dráttur á sprunguviðgerðum myndi tefja áform um endurreisn bæjarins,“ stendur í umsögninni. Bæjarstjórnin telur að jarðhræringar sem geta gerst á Reykjanesskaga næstu áratugi muni og þurfi ekki að hafa áhrif á endurreisn Grindavíkur. Að auki sé lítill færanleiki atvinnulífsins á svæðinu, til að mynda hjá fyrirtækjum líkt og HS Orku, Bláa lóninu og Grindavíkurhöfn, sem séu háð núverandi staðsetningu sinni. „Til þess að gera þeim það mögulegt þurfa stjórnvöld fyrst og fremst að passa upp á rekstrarhæfa og örugga veituinnviði svo að við missum þau ekki frá okkur.“ Mikið sé í húfi fyrir grindvíska hagkerfið en samkvæmt umsögninni hefur það skapað um 3% af vergri þjóðarframleiðslu eða um 129 milljarða króna árlega. „Verðmætasköpun í bænum er þá einfaldlega að gefa 29 milljarða króna en ríkið hefur fjárfest til þess að verja mannvirki og innviði í Grindavík ásamt uppkaupum á fasteignum. Augljóslega þjónar það hagsmunum ríkisins best að halda þessari miklu framleiðsluvél gangandi þrátt fyrir áföll. Hagsmunir Grindvíkinga og þjóðarbúsins fara því á endum algerlega saman,“ stendur í umsögninni. Staðhæfing sem veki upp furðu Bæjarstjórnin bendir einnig á eins konar staðhæfingu í skýrslunni um rekstrarhæfi bæjarins. „Grindavíkurbær er órekstrarhæfur vegna óvissu um tekjur og framtíð íbúabyggðar og atvinnurekstrar. Ákveða þarf framtíð sveitarfélagsins a.m.k. sveitarstjórnarkosningar 2026,“ stendur í skýrslunni. Bærinn segir orðalagið vekja upp furðu og þarfnist frekari skýringa. Útfærsla skýrslunnar á sviðsmyndum fjórum hafi verið gróf nálgun en tekið er fram að sviðsmyndir séu ekki spár heldur um sé að ræða mögulega þróun. „Sviðsmyndirnar byggjast aðeins á tveimur ásum: efnahagsþróun og samhæfingu stjórnvalda. Það er takmarkandi. Félagslegir þættir eins og samfélagsauður, trú á framtíðina og tilfinningaleg tengsl við Grindavík skipta líka miklu máli.“ Liggja fyrir drög um aðra aðgerðaáætlun Að lokum leggur bæjarstjórnin fram tillögur um aðgerðir og fjármögnun vegna brýnna verkefna. Drög liggja fyrir um aðgerðaráætlun tvö fyrir Grindavíkurbæ. Áætlaður kostnaður við aðgerðaáætlunina eru 866 milljónir króna. Bænum hefur verið skipt í þrjú svæði eftir hættustigi. Fjólubláu svæðin eru talin sérstaklega hættuleg og fara 29 prósent af áætluðum heildarkostnaði í framkvæmdir þar. Rauðu svæðin eru talin hættuleg og fara um 60 prósent heildarkostnaðar í verkefni þar. „Vænleg leið til þess að flýta fyrir aðgerðum er að gert verði samkomulag milli framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavík og Grindavíkurbæ um að bærinn taki að sér framkvæmd verkefna gegn framlagi úr ríkissjóði yfir tiltekið tímabil eftir því hvernig verkefnið verið hlutað niður.“ Hér er hægt að lesa umsögn bæjarstjórnarinnar í heild sinni. Hún var send á forsætisráðuneytið og framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavík auk Alþingis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hér er hægt að skoða skýrslu Deloitte. Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Deloitte hefur búið til skýrslu að beiðni forsætisráðuneytisins um stöðu Grindavíkur og sviðsmyndir um hvernig samfélag Grindvíkinga verði árið 2035. Þar voru settar fram fjórar sviðsmyndir um hvernig bærinn og samfélagið gæti þróast á næstu tíu árum. Í umsögn bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um skýrsluna segir að hún hafi verið vel unnið en þrátt fyrir það sé tilefni til að gera nokkrar athugasemdir. Til að mynda varðandi stjórnsýslu en samkvæmt bæjarstjórninni þarf að leggja meiri áherslu á skýra verka- og kostnaðarskiptingu við framhald verkefnisins. „Markmiðið þarf að vera að nýta næstu sex mánuði til nauðsynlegra framkvæmda til að tryggja öryggi í Grindavík,“ stendur í umsögninni. Þá sé áætlað tjón í bænum metið of hátt í skýrslunni og auk þess sé engin forgangsröðun á verkefnum sett fram. Bærinn telur að framkvæmdateymi sprunguverkefnis ætti að halda áfram sínum störfum til að tryggja gott verklag. „Tjónamat á hafnarmannvirkjum er hátt en hafnarmannvirki eru rekstrarhæf og ekki endilega þörf á varanlegum endurbótum eða viðgerðum á allra næstu árum. Með slíkri nálgun lækka tölur sem raunverulega þarf til að hefa endurreisnina.“ Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur séu þá hjartanlega velkomnir til Grindavíkur til að kynna sér stöðu mála. Hagsmunir Grindvíkinga og þjóðarbúsins fari saman „Ákvarðanir um tímarás aðgerða ættu að taka mið af fyrirliggjandi mati vísindamanna um að goshrinu á Sundhnúksgígaröðinni ljúki innan skamms. Dráttur á sprunguviðgerðum myndi tefja áform um endurreisn bæjarins,“ stendur í umsögninni. Bæjarstjórnin telur að jarðhræringar sem geta gerst á Reykjanesskaga næstu áratugi muni og þurfi ekki að hafa áhrif á endurreisn Grindavíkur. Að auki sé lítill færanleiki atvinnulífsins á svæðinu, til að mynda hjá fyrirtækjum líkt og HS Orku, Bláa lóninu og Grindavíkurhöfn, sem séu háð núverandi staðsetningu sinni. „Til þess að gera þeim það mögulegt þurfa stjórnvöld fyrst og fremst að passa upp á rekstrarhæfa og örugga veituinnviði svo að við missum þau ekki frá okkur.“ Mikið sé í húfi fyrir grindvíska hagkerfið en samkvæmt umsögninni hefur það skapað um 3% af vergri þjóðarframleiðslu eða um 129 milljarða króna árlega. „Verðmætasköpun í bænum er þá einfaldlega að gefa 29 milljarða króna en ríkið hefur fjárfest til þess að verja mannvirki og innviði í Grindavík ásamt uppkaupum á fasteignum. Augljóslega þjónar það hagsmunum ríkisins best að halda þessari miklu framleiðsluvél gangandi þrátt fyrir áföll. Hagsmunir Grindvíkinga og þjóðarbúsins fara því á endum algerlega saman,“ stendur í umsögninni. Staðhæfing sem veki upp furðu Bæjarstjórnin bendir einnig á eins konar staðhæfingu í skýrslunni um rekstrarhæfi bæjarins. „Grindavíkurbær er órekstrarhæfur vegna óvissu um tekjur og framtíð íbúabyggðar og atvinnurekstrar. Ákveða þarf framtíð sveitarfélagsins a.m.k. sveitarstjórnarkosningar 2026,“ stendur í skýrslunni. Bærinn segir orðalagið vekja upp furðu og þarfnist frekari skýringa. Útfærsla skýrslunnar á sviðsmyndum fjórum hafi verið gróf nálgun en tekið er fram að sviðsmyndir séu ekki spár heldur um sé að ræða mögulega þróun. „Sviðsmyndirnar byggjast aðeins á tveimur ásum: efnahagsþróun og samhæfingu stjórnvalda. Það er takmarkandi. Félagslegir þættir eins og samfélagsauður, trú á framtíðina og tilfinningaleg tengsl við Grindavík skipta líka miklu máli.“ Liggja fyrir drög um aðra aðgerðaáætlun Að lokum leggur bæjarstjórnin fram tillögur um aðgerðir og fjármögnun vegna brýnna verkefna. Drög liggja fyrir um aðgerðaráætlun tvö fyrir Grindavíkurbæ. Áætlaður kostnaður við aðgerðaáætlunina eru 866 milljónir króna. Bænum hefur verið skipt í þrjú svæði eftir hættustigi. Fjólubláu svæðin eru talin sérstaklega hættuleg og fara 29 prósent af áætluðum heildarkostnaði í framkvæmdir þar. Rauðu svæðin eru talin hættuleg og fara um 60 prósent heildarkostnaðar í verkefni þar. „Vænleg leið til þess að flýta fyrir aðgerðum er að gert verði samkomulag milli framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavík og Grindavíkurbæ um að bærinn taki að sér framkvæmd verkefna gegn framlagi úr ríkissjóði yfir tiltekið tímabil eftir því hvernig verkefnið verið hlutað niður.“ Hér er hægt að lesa umsögn bæjarstjórnarinnar í heild sinni. Hún var send á forsætisráðuneytið og framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavík auk Alþingis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hér er hægt að skoða skýrslu Deloitte.
Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira