Körfubolti

Miða­salan á EM er hafin

Sindri Sverrisson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar eru á leiðinni á EM í lok ágúst.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar eru á leiðinni á EM í lok ágúst. vísir/Hulda Margrét

Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag.

Körfuknattleikssamband Íslands hefur nú birt á samfélagsmiðlum sínum hlekki á miðasöluna.

Ísland er í samstarfi við Pólland og hefur KKÍ áður greint frá því að Íslandi fái forkaupsrétt að ákveðnum fjölda miða. Ljóst sé að Ísland fái að minnsta kosti 2.577 miða í sæti sem verði fyrir aftan bekk íslenska liðsins í Spodek-höllinni.

Dregið var í riðla í gær og byrjar Ísland á að mæta Ísrael, því næst Belgíu og svo Póllandi áður en við taka leikir við Slóveníu og Frakkland með sannkallaðar NBA-stjörnur innanborðs.

Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Miðasölunni verður skipt í tvennt þannig að hægt verður að kaupa miða sem gildir á tvo fyrstu leiki hvers dags og svo annan sem gildir á lokaleik dagsins en sá leikur er alltaf leikur hjá Póllandi. Eini kvöldleikur Íslands er því leikurinn við Pólland, 31. ágúst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×