Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 11:31 Emil Karel Einarsson mun væntanlega aldrei gleyma stundinni góðu vorið 2021 þegar Þór Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda margrét „Kannski hringir Lalli [Lárus Jónsson, þjálfari] á næsta ári og býður mér millu, þá þarf ég að vera í standi,“ grínaðist Emil Karel Einarsson þegar hann ræddi um þá ákvörðun sína að hætta í körfubolta. Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“ Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn