Bannað að heita Gríndal og Illuminati Lovísa Arnardóttir skrifar 27. mars 2025 13:03 Nefndinni þykir ekki við hæfi að fólk heiti Gríndal. Fyrri hluti nafnsins geti orðið fólki til ama. Vísir/Getty Íslendingar mega nú, samkvæmt nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar, heita Thiago, Vetle, Dilla, Anteo, Ránar og Heli. Á sama tíma hafnaði nefndin því að fólk megi heita Gríndal og Illuminati. Nýir úrskurðir voru birtir í vikunni. Í úrskurði nefndarinnar um það síðarnefnda segir að nafnið sé latneskt samnafn sem notað hafi verið yfir ýmis leynireglur og leynifélög og hafi einnig verið tengt við samsæriskenningar. „Ekki tíðkast að nota það sem eiginnafn í erlendum löndum. Þótt þetta sé erlent orð kemur til álita hvort skilyrði um að nafn geti ekki orðið nafnbera til ama sé uppfyllt. Það væri bæði vegna þessarar frekar neikvæðu merkingar sem orðið hefur í samtímanum og þess að þetta er ekki útlenskt eiginnafn heldur samnafn. Ekki verður tekin afstaða til þess hér,“ segir í úrskurðinum. Þar segir svo að nafnið Illuminati sé ekki skrifað í samræmi við íslenskar ritreglur miðað við framburð. Þá segir nefndin ekki neina hefð fyrir því að nafnið sé borið á Íslandi. Það beri enginn nafnið á Íslandi, það komi ekki fyrir í manntölum og því sé ekki hefð fyrir því. Því er nafninu hafnað. Gríndal reyni á skilyrði um að vera til ama Hvað varðar nafnið Gríndal kom fram í umsókn að um væri að ræða millinafn. Í úrskurði segir að nafnið sé dregið af nafnorðunum grín og dalur. Það hafi ekki nefnifallsendingu og hafi hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn karla né kvenna. Það sé ritað í samræmi við íslenskar ritreglur en nafnið reyni á skilyrði nefndarinnar um að það verði ekki nafnbera til ama. „Millinafnið Gríndal felur í sér gáska og gamansemi, en um leið alvöruleysi, sem getur haft í för með sér ama nafnhafa t.d. með því að vera ekki tekinn alvarlega þegar mikið liggur við. Slík nafngift kann að eiga við til skemmtunar í gamanleikjum eða skáldskap, en nefndin telur að fyrri hluti nafnsins sé þess eðlis að nafnið geti orðið nafnbera til ama með sama hætti og ef orð eins og brandari, glens o.s.frv. væru notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurði. Nefndin bendir á að fullveðja einstaklingur sem hafi í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, geti í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. „Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar.“ Börn og uppeldi Mannanöfn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar um það síðarnefnda segir að nafnið sé latneskt samnafn sem notað hafi verið yfir ýmis leynireglur og leynifélög og hafi einnig verið tengt við samsæriskenningar. „Ekki tíðkast að nota það sem eiginnafn í erlendum löndum. Þótt þetta sé erlent orð kemur til álita hvort skilyrði um að nafn geti ekki orðið nafnbera til ama sé uppfyllt. Það væri bæði vegna þessarar frekar neikvæðu merkingar sem orðið hefur í samtímanum og þess að þetta er ekki útlenskt eiginnafn heldur samnafn. Ekki verður tekin afstaða til þess hér,“ segir í úrskurðinum. Þar segir svo að nafnið Illuminati sé ekki skrifað í samræmi við íslenskar ritreglur miðað við framburð. Þá segir nefndin ekki neina hefð fyrir því að nafnið sé borið á Íslandi. Það beri enginn nafnið á Íslandi, það komi ekki fyrir í manntölum og því sé ekki hefð fyrir því. Því er nafninu hafnað. Gríndal reyni á skilyrði um að vera til ama Hvað varðar nafnið Gríndal kom fram í umsókn að um væri að ræða millinafn. Í úrskurði segir að nafnið sé dregið af nafnorðunum grín og dalur. Það hafi ekki nefnifallsendingu og hafi hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn karla né kvenna. Það sé ritað í samræmi við íslenskar ritreglur en nafnið reyni á skilyrði nefndarinnar um að það verði ekki nafnbera til ama. „Millinafnið Gríndal felur í sér gáska og gamansemi, en um leið alvöruleysi, sem getur haft í för með sér ama nafnhafa t.d. með því að vera ekki tekinn alvarlega þegar mikið liggur við. Slík nafngift kann að eiga við til skemmtunar í gamanleikjum eða skáldskap, en nefndin telur að fyrri hluti nafnsins sé þess eðlis að nafnið geti orðið nafnbera til ama með sama hætti og ef orð eins og brandari, glens o.s.frv. væru notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurði. Nefndin bendir á að fullveðja einstaklingur sem hafi í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, geti í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. „Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar.“
Börn og uppeldi Mannanöfn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira