Bannað að heita Gríndal og Illuminati Lovísa Arnardóttir skrifar 27. mars 2025 13:03 Nefndinni þykir ekki við hæfi að fólk heiti Gríndal. Fyrri hluti nafnsins geti orðið fólki til ama. Vísir/Getty Íslendingar mega nú, samkvæmt nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar, heita Thiago, Vetle, Dilla, Anteo, Ránar og Heli. Á sama tíma hafnaði nefndin því að fólk megi heita Gríndal og Illuminati. Nýir úrskurðir voru birtir í vikunni. Í úrskurði nefndarinnar um það síðarnefnda segir að nafnið sé latneskt samnafn sem notað hafi verið yfir ýmis leynireglur og leynifélög og hafi einnig verið tengt við samsæriskenningar. „Ekki tíðkast að nota það sem eiginnafn í erlendum löndum. Þótt þetta sé erlent orð kemur til álita hvort skilyrði um að nafn geti ekki orðið nafnbera til ama sé uppfyllt. Það væri bæði vegna þessarar frekar neikvæðu merkingar sem orðið hefur í samtímanum og þess að þetta er ekki útlenskt eiginnafn heldur samnafn. Ekki verður tekin afstaða til þess hér,“ segir í úrskurðinum. Þar segir svo að nafnið Illuminati sé ekki skrifað í samræmi við íslenskar ritreglur miðað við framburð. Þá segir nefndin ekki neina hefð fyrir því að nafnið sé borið á Íslandi. Það beri enginn nafnið á Íslandi, það komi ekki fyrir í manntölum og því sé ekki hefð fyrir því. Því er nafninu hafnað. Gríndal reyni á skilyrði um að vera til ama Hvað varðar nafnið Gríndal kom fram í umsókn að um væri að ræða millinafn. Í úrskurði segir að nafnið sé dregið af nafnorðunum grín og dalur. Það hafi ekki nefnifallsendingu og hafi hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn karla né kvenna. Það sé ritað í samræmi við íslenskar ritreglur en nafnið reyni á skilyrði nefndarinnar um að það verði ekki nafnbera til ama. „Millinafnið Gríndal felur í sér gáska og gamansemi, en um leið alvöruleysi, sem getur haft í för með sér ama nafnhafa t.d. með því að vera ekki tekinn alvarlega þegar mikið liggur við. Slík nafngift kann að eiga við til skemmtunar í gamanleikjum eða skáldskap, en nefndin telur að fyrri hluti nafnsins sé þess eðlis að nafnið geti orðið nafnbera til ama með sama hætti og ef orð eins og brandari, glens o.s.frv. væru notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurði. Nefndin bendir á að fullveðja einstaklingur sem hafi í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, geti í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. „Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar.“ Börn og uppeldi Mannanöfn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar um það síðarnefnda segir að nafnið sé latneskt samnafn sem notað hafi verið yfir ýmis leynireglur og leynifélög og hafi einnig verið tengt við samsæriskenningar. „Ekki tíðkast að nota það sem eiginnafn í erlendum löndum. Þótt þetta sé erlent orð kemur til álita hvort skilyrði um að nafn geti ekki orðið nafnbera til ama sé uppfyllt. Það væri bæði vegna þessarar frekar neikvæðu merkingar sem orðið hefur í samtímanum og þess að þetta er ekki útlenskt eiginnafn heldur samnafn. Ekki verður tekin afstaða til þess hér,“ segir í úrskurðinum. Þar segir svo að nafnið Illuminati sé ekki skrifað í samræmi við íslenskar ritreglur miðað við framburð. Þá segir nefndin ekki neina hefð fyrir því að nafnið sé borið á Íslandi. Það beri enginn nafnið á Íslandi, það komi ekki fyrir í manntölum og því sé ekki hefð fyrir því. Því er nafninu hafnað. Gríndal reyni á skilyrði um að vera til ama Hvað varðar nafnið Gríndal kom fram í umsókn að um væri að ræða millinafn. Í úrskurði segir að nafnið sé dregið af nafnorðunum grín og dalur. Það hafi ekki nefnifallsendingu og hafi hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn karla né kvenna. Það sé ritað í samræmi við íslenskar ritreglur en nafnið reyni á skilyrði nefndarinnar um að það verði ekki nafnbera til ama. „Millinafnið Gríndal felur í sér gáska og gamansemi, en um leið alvöruleysi, sem getur haft í för með sér ama nafnhafa t.d. með því að vera ekki tekinn alvarlega þegar mikið liggur við. Slík nafngift kann að eiga við til skemmtunar í gamanleikjum eða skáldskap, en nefndin telur að fyrri hluti nafnsins sé þess eðlis að nafnið geti orðið nafnbera til ama með sama hætti og ef orð eins og brandari, glens o.s.frv. væru notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurði. Nefndin bendir á að fullveðja einstaklingur sem hafi í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, geti í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. „Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar.“
Börn og uppeldi Mannanöfn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira