Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar 27. mars 2025 09:02 Þegar þýska skáldið Heine varaði við því á öndverðri nítjándu öld að heimspekilegir þankar hljóðláts háskólakennara gætu grandað heilli siðmenningu var hann ekki að ýkja. Hugmyndir, bæði góðar og slæmar, hafa oft orðið kveikjan að óförum og ófriði. Jafnvel í tilvikum þar sem átök milli ríkja hafa sprottið af öðrum rótum, hafa andstæðingarnir jafnan freistað þess að göfga málstað sinn með því að færa hann í hugmyndalegan búning. Stríðið sem nú geisar í austurhluta álfunnar er að þessu leyti engin undantekning. Ítrekaðar yfirlýsingar forystumanna á Vesturlöndum benda til þess að baráttan um Úkraínu snúist að miklu leyti um hugmyndir. Algengt er að dregin sé markalína milli "lýðræðis" annars vegar og andstæðu þess í formi "valdstjórnunar" hins vegar, eða milli ríkja sem standa vilji vörð um fullveldi, frelsi og réttarríkið og ríkja sem ekki eru talin virða þessar og aðrar grunnstoðir alþjóðakerfisins. Innrás Rússa í Úkraínu hafi staðfest þennan greinarmun. Með henni hafi þau andlýðræðislegu öfl sem förinni ráða í Kreml ekki aðeins gert ólöglega atlögu að öðru fullvalda ríki, heldur einnig sjálfu alþjóðakerfinu. Við þeirri ógn hafi orðið að bregðast. Í vestrænum ríkjum hefur þessi uppteiknaða skýringarmynd Úkraínustríðsins víða átt mikinn hljómgrunn. Tekist hefur góð samstaða um málstaðinn, þ.m.t. víðtækar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og margháttaða hernaðar- og efnahagslega aðstoð sem innt hefur verið af hendi við Úkraínu, en hana má ekki síst þakka kröftugri upplýsingastarfsemi og hliðdrægum söguþræði um viðureign stríðsaðila sem glætt gæti vonir um sigur hins réttláta málstaðar lýðræðisríkjanna. Því er á hinn bóginn ekki að leyna að reynst hefur æ erfiðara að samrýma þennan söguþráð raunverulegum aðstæðum. Gjá hefur myndast milli hugmyndanna sem vestræn ríki höfðu einsett sér að berjast fyrir og burða þeirra sjálfra til að framfylgja þeim. Þrátt fyrir dyggilegan stuðning öflugasta varnarbandalags veraldar, hafa varnir Úkraínu jafnt og þétt gefið eftir. Umfangsmikil efnahagsaðstoð hefur ekki komið í veg fyrir að úkraínska ríkið rambar nú á barmi gjaldþrots. Fordæmalausar refsiaðgerðir hafa ekki borið tilætlaðan ávöxt, en Rússum þvert á móti vaxið ásmegin. Þrátt fyrir bakslagið, verður ekki séð að mikill meirihluti vestrænna ríkja, einkum í Evrópu, hyggist kyngja stoltinu. Virðast þau ímynda sér að með því að jórtra nógu oft sömu tugguna um lýðræði, frið og réttlæti í Úkraínu geti þau á endanum gert þessi markmið að veruleika. Ein mikilvægasta vísbending þess að hinn viðtekni söguþráður átakanna í Úkraínu sé farinn að rakna er sú að forysturíkið sjálft virðist að lokum hafa misst á honum trúna. Með ákvörðun sinni um að friðmælast við Rússland og reyna að binda endi á stríðið með viðræðum en ekki vopnavaldi hafa Bandaríkin óbeint viðurkennt að þau ein ráði ekki lengur lögum og lofum, heldur deili þau nú völdum með keppinautum sínum á hinu stóra sviði heimsmálanna. Misráðið væri að líta svo á að þar með teldu Bandaríkin málstað lýðræðis og frelsis ekki lengur þess virði að berjast fyrir. Hinn réttari lærdómur sem stefnubreyting Bandaríkjanna undirstrikar er að hugmyndum, hversu segulmagnaðar sem þær annars kunna að vera, séu skorður settar í alþjóðasamstarfi svo lengi sem afl sé ekki tiltækt til að framkvæma þær. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að annmarkar hafa verið á söguþræðinum frá byrjun. Ólíkt tímum kalda stríðsins, er heimur okkar daga ekki tvískiptur. Hin svarthvíta heimsmynd tveggja blokka lýðræðis- og valdstjórnarríkja, er í besta falli orðin tóm. Ný stórveldi hafa kvatt sér hljóðs, en að þeirra dómi og fleiri ríkja sem fylgja þeim að málum er sá tími liðinn að minnihluti ríkja á Vesturlöndum segi öðrum fyrir verkum eða taki sér sjálskipað hlutverk í baráttunni fyrir lýðræði í heiminum. Líta mörg þeirra raunar einnig svo á að tilraunir vestrænna ríkja til að útvíkka varnarsvæði sitt í nafni sinna eigin hugmynda um lýðræðislega stjórnarhætti, feli í sér ógn við öryggi þeirra sjálfra. Skýrir það e.t.v. að einhverju leyti af hverju ekki hefur tekist betur til en raun beri vitni að einangra Rússland á alþjóðlegum vettvangi. Af framansögðu ætti auðvitað ekki að draga þá ályktun að tími hugmyndanna sé liðinn og lögmál hnefaréttarins hafi leyst þær af hólmi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 80 árum var grunnur lagður fyrir hugmyndir sem hafa átti að leiðarljósi svo takast mætti að varðveita friðinn. Í honum fólst m.a. að tekið yrði mið af sjónarmiðum ólíkra ríkja og þeim gagnkvæm virðing sýnd. Vilji vestræn ríki, sem lært ættu að hafa af biturri reynslu í Úkraínu að þau geta ekki breytt heiminum eftir eigin höfði, gera aðra tilraun til að byggja á þeim grunni er vonum seinna að þau láti af því verða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra, m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum, NATO, CSCE og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þegar þýska skáldið Heine varaði við því á öndverðri nítjándu öld að heimspekilegir þankar hljóðláts háskólakennara gætu grandað heilli siðmenningu var hann ekki að ýkja. Hugmyndir, bæði góðar og slæmar, hafa oft orðið kveikjan að óförum og ófriði. Jafnvel í tilvikum þar sem átök milli ríkja hafa sprottið af öðrum rótum, hafa andstæðingarnir jafnan freistað þess að göfga málstað sinn með því að færa hann í hugmyndalegan búning. Stríðið sem nú geisar í austurhluta álfunnar er að þessu leyti engin undantekning. Ítrekaðar yfirlýsingar forystumanna á Vesturlöndum benda til þess að baráttan um Úkraínu snúist að miklu leyti um hugmyndir. Algengt er að dregin sé markalína milli "lýðræðis" annars vegar og andstæðu þess í formi "valdstjórnunar" hins vegar, eða milli ríkja sem standa vilji vörð um fullveldi, frelsi og réttarríkið og ríkja sem ekki eru talin virða þessar og aðrar grunnstoðir alþjóðakerfisins. Innrás Rússa í Úkraínu hafi staðfest þennan greinarmun. Með henni hafi þau andlýðræðislegu öfl sem förinni ráða í Kreml ekki aðeins gert ólöglega atlögu að öðru fullvalda ríki, heldur einnig sjálfu alþjóðakerfinu. Við þeirri ógn hafi orðið að bregðast. Í vestrænum ríkjum hefur þessi uppteiknaða skýringarmynd Úkraínustríðsins víða átt mikinn hljómgrunn. Tekist hefur góð samstaða um málstaðinn, þ.m.t. víðtækar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og margháttaða hernaðar- og efnahagslega aðstoð sem innt hefur verið af hendi við Úkraínu, en hana má ekki síst þakka kröftugri upplýsingastarfsemi og hliðdrægum söguþræði um viðureign stríðsaðila sem glætt gæti vonir um sigur hins réttláta málstaðar lýðræðisríkjanna. Því er á hinn bóginn ekki að leyna að reynst hefur æ erfiðara að samrýma þennan söguþráð raunverulegum aðstæðum. Gjá hefur myndast milli hugmyndanna sem vestræn ríki höfðu einsett sér að berjast fyrir og burða þeirra sjálfra til að framfylgja þeim. Þrátt fyrir dyggilegan stuðning öflugasta varnarbandalags veraldar, hafa varnir Úkraínu jafnt og þétt gefið eftir. Umfangsmikil efnahagsaðstoð hefur ekki komið í veg fyrir að úkraínska ríkið rambar nú á barmi gjaldþrots. Fordæmalausar refsiaðgerðir hafa ekki borið tilætlaðan ávöxt, en Rússum þvert á móti vaxið ásmegin. Þrátt fyrir bakslagið, verður ekki séð að mikill meirihluti vestrænna ríkja, einkum í Evrópu, hyggist kyngja stoltinu. Virðast þau ímynda sér að með því að jórtra nógu oft sömu tugguna um lýðræði, frið og réttlæti í Úkraínu geti þau á endanum gert þessi markmið að veruleika. Ein mikilvægasta vísbending þess að hinn viðtekni söguþráður átakanna í Úkraínu sé farinn að rakna er sú að forysturíkið sjálft virðist að lokum hafa misst á honum trúna. Með ákvörðun sinni um að friðmælast við Rússland og reyna að binda endi á stríðið með viðræðum en ekki vopnavaldi hafa Bandaríkin óbeint viðurkennt að þau ein ráði ekki lengur lögum og lofum, heldur deili þau nú völdum með keppinautum sínum á hinu stóra sviði heimsmálanna. Misráðið væri að líta svo á að þar með teldu Bandaríkin málstað lýðræðis og frelsis ekki lengur þess virði að berjast fyrir. Hinn réttari lærdómur sem stefnubreyting Bandaríkjanna undirstrikar er að hugmyndum, hversu segulmagnaðar sem þær annars kunna að vera, séu skorður settar í alþjóðasamstarfi svo lengi sem afl sé ekki tiltækt til að framkvæma þær. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að annmarkar hafa verið á söguþræðinum frá byrjun. Ólíkt tímum kalda stríðsins, er heimur okkar daga ekki tvískiptur. Hin svarthvíta heimsmynd tveggja blokka lýðræðis- og valdstjórnarríkja, er í besta falli orðin tóm. Ný stórveldi hafa kvatt sér hljóðs, en að þeirra dómi og fleiri ríkja sem fylgja þeim að málum er sá tími liðinn að minnihluti ríkja á Vesturlöndum segi öðrum fyrir verkum eða taki sér sjálskipað hlutverk í baráttunni fyrir lýðræði í heiminum. Líta mörg þeirra raunar einnig svo á að tilraunir vestrænna ríkja til að útvíkka varnarsvæði sitt í nafni sinna eigin hugmynda um lýðræðislega stjórnarhætti, feli í sér ógn við öryggi þeirra sjálfra. Skýrir það e.t.v. að einhverju leyti af hverju ekki hefur tekist betur til en raun beri vitni að einangra Rússland á alþjóðlegum vettvangi. Af framansögðu ætti auðvitað ekki að draga þá ályktun að tími hugmyndanna sé liðinn og lögmál hnefaréttarins hafi leyst þær af hólmi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 80 árum var grunnur lagður fyrir hugmyndir sem hafa átti að leiðarljósi svo takast mætti að varðveita friðinn. Í honum fólst m.a. að tekið yrði mið af sjónarmiðum ólíkra ríkja og þeim gagnkvæm virðing sýnd. Vilji vestræn ríki, sem lært ættu að hafa af biturri reynslu í Úkraínu að þau geta ekki breytt heiminum eftir eigin höfði, gera aðra tilraun til að byggja á þeim grunni er vonum seinna að þau láti af því verða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra, m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum, NATO, CSCE og ESB.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun