Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 13:44 Efla á sænska herinn með stórauknum framlögum við endurvopnunar Svíþjóðar sem ríkisstjórn landsins kynnti í dag. Vísir/EPA Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún ætlaði að taka þrjú hundruð milljarða sænskra að láni til þess að endurnýja vopnabúnað Svíþjóðar. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu frá tímum kalda stríðsins, að sögn Ulfs Kristersson, forsætisráðherra. Fjárfestingin í hernum, sem gæti numið allt að fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna til ársins 2035, verður fjármögnuð með nýrri lántöku. Kristersson sagði á blaðamannafundi í dag að sú leið væri farin til þess að ekki þurfi að skera niður framlög til velferðarmála eða innra öryggis. „Þetta verður umfangsmesta endurnýjun vopnabúnaðar frá kalda stríðinu,“ sagði forsætisráðherra minnihlutastjórnar hægri flokka sem þarf að reiða sig á stuðning hægrijaðarflokksins Svíþjóðardemókrata. Stjórn Kristersson tilkynnti einnig um frekari aðgerðir til að efla varnir Svíþjóða og styðja Úkraínu í baráttunni gegn innrás Rússlands. Viðbótarfjármagni verður varið í að verjast svonefndum blönduðum ógnum, strandgæslan fær aukið fjármagn og fjárheimildir til þess að kaupa varnartengdan búnað verða rýmkaðar. Stuðningur Svíþjóðar verður aukinn töluvert frá því sem áður hafði verið ákveðið. Ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa fimmtán milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 199 milljarða íslenskra króna, af fjármálaáætlun næsta árs á þessu ári til að styðja Úkraínu frekar. „Við verðum að gera það sem við getum til þess að styrkja frekar varnargetu Úkraínu hér og nú,“ sagði Johan Pehrson, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum. Stóraukin áhersla á varnarmál í Evrópu Evrópuríki leggja nú stóraukna áherslu á öryggis- og varnarmál, bæði vegna stríðsins í Úkraínu en einnig vegna fullyrðinga fultrúa Bandaríkjastjórnar sem benda til þess að Bandaríkin gætu að miklu leyti dregið sig út úr þátttöku í vörnum álfunnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti fyrr í þessum mánuði að auka ætti fjárfestingu í vörnum Evrópu um 800 milljarða evra fyrir lok áratugsins, meira en 115 þúsund milljarða íslenskra króna. Varað var við því að Evrópa stæði frammi fyrir aðsteðjandi og vaxandi ógn, meðal annars af heimsvaldastefnu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, í hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um varnarviðbúnað Evrópu sem var birt í síðustu viku. Evrópuríki þyrftu að leggja gríðarlega fjármuni í að byggja upp vopnabúr sín og heri næstu árin til þess að bæta upp fyrir áratugalanga vanfjármögnun þeirra eftir kalda stríðið. Svíþjóð Öryggis- og varnarmál Hernaður Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Fjárfestingin í hernum, sem gæti numið allt að fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna til ársins 2035, verður fjármögnuð með nýrri lántöku. Kristersson sagði á blaðamannafundi í dag að sú leið væri farin til þess að ekki þurfi að skera niður framlög til velferðarmála eða innra öryggis. „Þetta verður umfangsmesta endurnýjun vopnabúnaðar frá kalda stríðinu,“ sagði forsætisráðherra minnihlutastjórnar hægri flokka sem þarf að reiða sig á stuðning hægrijaðarflokksins Svíþjóðardemókrata. Stjórn Kristersson tilkynnti einnig um frekari aðgerðir til að efla varnir Svíþjóða og styðja Úkraínu í baráttunni gegn innrás Rússlands. Viðbótarfjármagni verður varið í að verjast svonefndum blönduðum ógnum, strandgæslan fær aukið fjármagn og fjárheimildir til þess að kaupa varnartengdan búnað verða rýmkaðar. Stuðningur Svíþjóðar verður aukinn töluvert frá því sem áður hafði verið ákveðið. Ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa fimmtán milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 199 milljarða íslenskra króna, af fjármálaáætlun næsta árs á þessu ári til að styðja Úkraínu frekar. „Við verðum að gera það sem við getum til þess að styrkja frekar varnargetu Úkraínu hér og nú,“ sagði Johan Pehrson, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum. Stóraukin áhersla á varnarmál í Evrópu Evrópuríki leggja nú stóraukna áherslu á öryggis- og varnarmál, bæði vegna stríðsins í Úkraínu en einnig vegna fullyrðinga fultrúa Bandaríkjastjórnar sem benda til þess að Bandaríkin gætu að miklu leyti dregið sig út úr þátttöku í vörnum álfunnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti fyrr í þessum mánuði að auka ætti fjárfestingu í vörnum Evrópu um 800 milljarða evra fyrir lok áratugsins, meira en 115 þúsund milljarða íslenskra króna. Varað var við því að Evrópa stæði frammi fyrir aðsteðjandi og vaxandi ógn, meðal annars af heimsvaldastefnu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, í hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um varnarviðbúnað Evrópu sem var birt í síðustu viku. Evrópuríki þyrftu að leggja gríðarlega fjármuni í að byggja upp vopnabúr sín og heri næstu árin til þess að bæta upp fyrir áratugalanga vanfjármögnun þeirra eftir kalda stríðið.
Svíþjóð Öryggis- og varnarmál Hernaður Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira