Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 10:49 Þeir Sepp Blatter (t.v.) og Michel Platini (t.h.) fyrir utan dómshúsið í Sviss í gær. Á vakt þeirra var alþjóðaknattspyrnuhreyfingin gegnsýrð af spillingu. Lítið hefur breyst síðan. Vísir/EPA Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls. Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína. FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína.
FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira