Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 09:42 Kristján Markús Sívarsson neitaði sök og sagðist ekki bera ábyrgð á áverkum konunnar. Vísir/AntonBrink Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni. Honum var gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember beitt konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði. Þetta er í áttunda skiptið sem Kristján Markús hlýtur dóm fyrir ofbeldisbrot. Fyrir dóminn í dag hlaut hann síðast dóm í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Ógeðfeldar lýsingar var að finna í ákærunni sem héraðsdómur tók afstöðu til í dag. Við vörum lesendur við þeim. Kristjáni Markúsi var gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Í ákæru var miklum áverkum, sem munu hafa verið víða um líkama konunnar, lýst. „Ég er þekktur og er undir eftirliti“ Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í upphafi mánaðar. Þar neitaði Kristján Markús sök. „Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði hann. „Ég ber ekki ábyrgð á þessum áverkum sem hún er með.“ Sjá nánar: „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Kristján sagðist hafa þekkt konuna í þrjár eða fjórar vikur áður en hann var handtekinn. Vinur hans hefði kynnt þau, en að hans sögn voru þau „neysluvinir“ en ekki par. Hann sagðist hafa veitt konunni húsaskjól nokkrum sinnum þar sem að hún hafi verið á vergangi. Breytti framburði sínum Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu. Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þótti ósanngjarnt að Kristján væri í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Nágrannar lýstu miklum rifrildum Tveir nágrannar Kristjáns gáfu skýrslu fyrir dómi. Þeir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúð Kristjáns, en hvorugur þeirra hafði séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þeir báðir sögðu konuna hafa bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Honum var gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember beitt konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði. Þetta er í áttunda skiptið sem Kristján Markús hlýtur dóm fyrir ofbeldisbrot. Fyrir dóminn í dag hlaut hann síðast dóm í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Ógeðfeldar lýsingar var að finna í ákærunni sem héraðsdómur tók afstöðu til í dag. Við vörum lesendur við þeim. Kristjáni Markúsi var gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Í ákæru var miklum áverkum, sem munu hafa verið víða um líkama konunnar, lýst. „Ég er þekktur og er undir eftirliti“ Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í upphafi mánaðar. Þar neitaði Kristján Markús sök. „Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði hann. „Ég ber ekki ábyrgð á þessum áverkum sem hún er með.“ Sjá nánar: „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Kristján sagðist hafa þekkt konuna í þrjár eða fjórar vikur áður en hann var handtekinn. Vinur hans hefði kynnt þau, en að hans sögn voru þau „neysluvinir“ en ekki par. Hann sagðist hafa veitt konunni húsaskjól nokkrum sinnum þar sem að hún hafi verið á vergangi. Breytti framburði sínum Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu. Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þótti ósanngjarnt að Kristján væri í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Nágrannar lýstu miklum rifrildum Tveir nágrannar Kristjáns gáfu skýrslu fyrir dómi. Þeir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúð Kristjáns, en hvorugur þeirra hafði séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þeir báðir sögðu konuna hafa bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira