Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar 24. mars 2025 12:30 Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun