Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. mars 2025 10:38 Árásin átti sér stað í Kópavogi í mars 2022. Vísir/Ívar Fannar Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Árásarmanninum er einnig gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni, karlmanni á fimmtugsaldri 400 þúsund krónur í miskabætur, og 2,5 milljónir í sakarkostnað. Árásin sem málið varðar átti sér stað á heimili þess sem varð fyrir henni í Kópavogi á sunnudagsmorgni í mars árið 2022. Hann leigði íbúð hjá foreldrum árásarmannsins. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna, þar sem árásarmaðurinn bjó líka. Sonurinn í næsta herbergi Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í febrúar. Þar greindi maðurinn sem varð fyrir árásinni frá því að faðir árásarmannsins hefði greint honum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við árásarmanninn. Sjá nánar: Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Þennan morgun þóttist maðurinn vita að foreldrar árásarmannsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Sjálfur hafi hann verið heima með barnungum syni sínum. Árásarmaðurinn hefði látið undarlega, verið með læti, bankað upp á hjá feðgunum og sakað manninn um eitthvað óljóst. Einhverju síðan hafi árásarmaðurinn hrækt á bíl mannsins, makað hrákunni yfir húddið og svo tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. Þá hafi maðurinn hringt á lögregluna, og hún viljað fá að vita hvað væri fullt nafn árásarmannsins. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis árásarmannsins. En á sama tíma hafi árásarmaðurinn farið inn í húsið. Maðurinn elti hann aftur þangað inn, og þar áttu þeir í átökum, en árásarmaðurinn mun hafa verið vopnaður eldhúshníf. Árásarmaðurinn var ákærður fyrir að stinga manninn tvívegis vinstra megin í brjóstkassa. Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið árásarmanninn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Iðraðist mikið Í dómi héraðsdóms að árásin hafi verið alvarleg þar sem hættulegu vopni var beitt. Mikil mildi væri að ekki hefði hlotist meira líkamstjón af. Þá hefði árásin verið framin í viðurvist barnungs sonar þess sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn sagðist iðrast mikið og hafa komið lífi sínu á rétta braut. Vegna þess, en líka vegna þess hve mikill dráttur varð á meðferð málsins þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Árásarmanninum er einnig gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni, karlmanni á fimmtugsaldri 400 þúsund krónur í miskabætur, og 2,5 milljónir í sakarkostnað. Árásin sem málið varðar átti sér stað á heimili þess sem varð fyrir henni í Kópavogi á sunnudagsmorgni í mars árið 2022. Hann leigði íbúð hjá foreldrum árásarmannsins. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna, þar sem árásarmaðurinn bjó líka. Sonurinn í næsta herbergi Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í febrúar. Þar greindi maðurinn sem varð fyrir árásinni frá því að faðir árásarmannsins hefði greint honum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við árásarmanninn. Sjá nánar: Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Þennan morgun þóttist maðurinn vita að foreldrar árásarmannsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Sjálfur hafi hann verið heima með barnungum syni sínum. Árásarmaðurinn hefði látið undarlega, verið með læti, bankað upp á hjá feðgunum og sakað manninn um eitthvað óljóst. Einhverju síðan hafi árásarmaðurinn hrækt á bíl mannsins, makað hrákunni yfir húddið og svo tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. Þá hafi maðurinn hringt á lögregluna, og hún viljað fá að vita hvað væri fullt nafn árásarmannsins. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis árásarmannsins. En á sama tíma hafi árásarmaðurinn farið inn í húsið. Maðurinn elti hann aftur þangað inn, og þar áttu þeir í átökum, en árásarmaðurinn mun hafa verið vopnaður eldhúshníf. Árásarmaðurinn var ákærður fyrir að stinga manninn tvívegis vinstra megin í brjóstkassa. Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið árásarmanninn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Iðraðist mikið Í dómi héraðsdóms að árásin hafi verið alvarleg þar sem hættulegu vopni var beitt. Mikil mildi væri að ekki hefði hlotist meira líkamstjón af. Þá hefði árásin verið framin í viðurvist barnungs sonar þess sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn sagðist iðrast mikið og hafa komið lífi sínu á rétta braut. Vegna þess, en líka vegna þess hve mikill dráttur varð á meðferð málsins þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira