Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. mars 2025 10:38 Árásin átti sér stað í Kópavogi í mars 2022. Vísir/Ívar Fannar Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Árásarmanninum er einnig gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni, karlmanni á fimmtugsaldri 400 þúsund krónur í miskabætur, og 2,5 milljónir í sakarkostnað. Árásin sem málið varðar átti sér stað á heimili þess sem varð fyrir henni í Kópavogi á sunnudagsmorgni í mars árið 2022. Hann leigði íbúð hjá foreldrum árásarmannsins. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna, þar sem árásarmaðurinn bjó líka. Sonurinn í næsta herbergi Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í febrúar. Þar greindi maðurinn sem varð fyrir árásinni frá því að faðir árásarmannsins hefði greint honum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við árásarmanninn. Sjá nánar: Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Þennan morgun þóttist maðurinn vita að foreldrar árásarmannsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Sjálfur hafi hann verið heima með barnungum syni sínum. Árásarmaðurinn hefði látið undarlega, verið með læti, bankað upp á hjá feðgunum og sakað manninn um eitthvað óljóst. Einhverju síðan hafi árásarmaðurinn hrækt á bíl mannsins, makað hrákunni yfir húddið og svo tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. Þá hafi maðurinn hringt á lögregluna, og hún viljað fá að vita hvað væri fullt nafn árásarmannsins. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis árásarmannsins. En á sama tíma hafi árásarmaðurinn farið inn í húsið. Maðurinn elti hann aftur þangað inn, og þar áttu þeir í átökum, en árásarmaðurinn mun hafa verið vopnaður eldhúshníf. Árásarmaðurinn var ákærður fyrir að stinga manninn tvívegis vinstra megin í brjóstkassa. Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið árásarmanninn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Iðraðist mikið Í dómi héraðsdóms að árásin hafi verið alvarleg þar sem hættulegu vopni var beitt. Mikil mildi væri að ekki hefði hlotist meira líkamstjón af. Þá hefði árásin verið framin í viðurvist barnungs sonar þess sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn sagðist iðrast mikið og hafa komið lífi sínu á rétta braut. Vegna þess, en líka vegna þess hve mikill dráttur varð á meðferð málsins þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Árásarmanninum er einnig gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni, karlmanni á fimmtugsaldri 400 þúsund krónur í miskabætur, og 2,5 milljónir í sakarkostnað. Árásin sem málið varðar átti sér stað á heimili þess sem varð fyrir henni í Kópavogi á sunnudagsmorgni í mars árið 2022. Hann leigði íbúð hjá foreldrum árásarmannsins. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna, þar sem árásarmaðurinn bjó líka. Sonurinn í næsta herbergi Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í febrúar. Þar greindi maðurinn sem varð fyrir árásinni frá því að faðir árásarmannsins hefði greint honum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við árásarmanninn. Sjá nánar: Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Þennan morgun þóttist maðurinn vita að foreldrar árásarmannsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Sjálfur hafi hann verið heima með barnungum syni sínum. Árásarmaðurinn hefði látið undarlega, verið með læti, bankað upp á hjá feðgunum og sakað manninn um eitthvað óljóst. Einhverju síðan hafi árásarmaðurinn hrækt á bíl mannsins, makað hrákunni yfir húddið og svo tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. Þá hafi maðurinn hringt á lögregluna, og hún viljað fá að vita hvað væri fullt nafn árásarmannsins. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis árásarmannsins. En á sama tíma hafi árásarmaðurinn farið inn í húsið. Maðurinn elti hann aftur þangað inn, og þar áttu þeir í átökum, en árásarmaðurinn mun hafa verið vopnaður eldhúshníf. Árásarmaðurinn var ákærður fyrir að stinga manninn tvívegis vinstra megin í brjóstkassa. Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið árásarmanninn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Iðraðist mikið Í dómi héraðsdóms að árásin hafi verið alvarleg þar sem hættulegu vopni var beitt. Mikil mildi væri að ekki hefði hlotist meira líkamstjón af. Þá hefði árásin verið framin í viðurvist barnungs sonar þess sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn sagðist iðrast mikið og hafa komið lífi sínu á rétta braut. Vegna þess, en líka vegna þess hve mikill dráttur varð á meðferð málsins þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira