Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. mars 2025 08:01 Vissulega hefur málið um Ásthildi Lóu, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, skapað mikla umræðu. Þessi umræða vekur spurningar um áhrif pólitísks óstöðugleika á samfélagið, einstaklinga, starfsemi félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum samfélagsmálum. Pólitískur óstöðugleiki getur leitt til þess að mikilvæg mál, svo sem heilbrigðiskerfið, fangelsismálin, vegakerfið, og geðheilsumál, verða sett til hliðar vegna stjórnmálalegra deilna. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vinnu og framgang mikilvægra málaflokka. Það er grundvallaratriði að stjórnmálamenn og þingmenn einbeiti sér að því að leysa raunveruleg vandamál í samfélaginu fremur en að eyða tíma í pólitískt tjáskipti og málþóf sem engu skilar. Félagsamtök og ýmis samfélagsverkefni eru háð stöðugleika og samvinnu við stjórnvöld til að ná fram markmiðum sínum og bæta lífsgæði fólks. Pólitískur óstöðugleiki og endalaus deilur geta dregið úr getu þessara samtaka til að starfa áhrifaríkt. Það bitnar á borgurum þessa lands og samfélaginu í heild. Því er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að muna að ábyrgðin liggur hjá öllum, ekki aðeins stjórnvöldum, heldur einnig stjórnarandstöðu og öllum þeim sem hafa áhrif á opinbera umræðu, að vinna saman að lausnum sem fela í sér uppbyggilega og árangursríka nálgun við lausn samfélagslegra vandamála. Ég hvet allt stjórnmálafólk að vinna að breytingum á kerfinu þannig að bæði Alþingi og Sveitarstjórnir séu að vinna að því að lagfæra og betra samfélagið í heild og líf borgara þess í stað þess að eyða öllum þessum tíma í að klekkja á næsta manni þrátt fyrir að hafa ekkert púður í það. Það hefur verið vandræðalegt að horfa á umræðuna undanfarna daga og hversu margt hefur verið reynt til að klekkja á fólki. Hysjið upp um ykkur buxurnar og farið að vinna! Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Vissulega hefur málið um Ásthildi Lóu, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, skapað mikla umræðu. Þessi umræða vekur spurningar um áhrif pólitísks óstöðugleika á samfélagið, einstaklinga, starfsemi félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum samfélagsmálum. Pólitískur óstöðugleiki getur leitt til þess að mikilvæg mál, svo sem heilbrigðiskerfið, fangelsismálin, vegakerfið, og geðheilsumál, verða sett til hliðar vegna stjórnmálalegra deilna. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vinnu og framgang mikilvægra málaflokka. Það er grundvallaratriði að stjórnmálamenn og þingmenn einbeiti sér að því að leysa raunveruleg vandamál í samfélaginu fremur en að eyða tíma í pólitískt tjáskipti og málþóf sem engu skilar. Félagsamtök og ýmis samfélagsverkefni eru háð stöðugleika og samvinnu við stjórnvöld til að ná fram markmiðum sínum og bæta lífsgæði fólks. Pólitískur óstöðugleiki og endalaus deilur geta dregið úr getu þessara samtaka til að starfa áhrifaríkt. Það bitnar á borgurum þessa lands og samfélaginu í heild. Því er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að muna að ábyrgðin liggur hjá öllum, ekki aðeins stjórnvöldum, heldur einnig stjórnarandstöðu og öllum þeim sem hafa áhrif á opinbera umræðu, að vinna saman að lausnum sem fela í sér uppbyggilega og árangursríka nálgun við lausn samfélagslegra vandamála. Ég hvet allt stjórnmálafólk að vinna að breytingum á kerfinu þannig að bæði Alþingi og Sveitarstjórnir séu að vinna að því að lagfæra og betra samfélagið í heild og líf borgara þess í stað þess að eyða öllum þessum tíma í að klekkja á næsta manni þrátt fyrir að hafa ekkert púður í það. Það hefur verið vandræðalegt að horfa á umræðuna undanfarna daga og hversu margt hefur verið reynt til að klekkja á fólki. Hysjið upp um ykkur buxurnar og farið að vinna! Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar