Innherji

Vogunar­sjóðurinn Al­gildi selur allar hluta­bréfastöður og hættir starf­semi

Hörður Ægisson skrifar
Jóhann Gísli Jóhannesson stofnaði Algildi og hefur stýrt vogunarsjóðnum undanfarin sex ár. 
Jóhann Gísli Jóhannesson stofnaði Algildi og hefur stýrt vogunarsjóðnum undanfarin sex ár. 

Eftir afar krefjandi aðstæður á innlendum hlutabréfamarkaði nánast samfellt undanfarin þrjú ár hefur vogunarsjóðurinn Algildi, sem fjárfestir einkum í hlutabréfum, losað um allar skráðar verðbréfastöður sínar og tilkynnt sjóðsfélögum að hann sé hættur starfsemi. Algildi var um tíma á meðal umsvifameiri vogunarsjóða á markaði en hefur minnkað mikið að stærð á allra síðustu árum samtímis umtalsverði gengislækkun.


Tengdar fréttir

Ís­lenskir vogunar­sjóðir í varnar­bar­áttu á ári þar sem svart­sýni réð ríkjum

Íslenskir vogunarsjóðir fóru ekki varhluta af erfiðum markaðsaðstæðum 2022 þegar fjárfestar höfðu í fá skjól að leita og bæði skuldabréf og hlutabréf féllu í verði. Gengi allra sjóðanna, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar margfalt, gaf talsvert eftir, einkum sem fjárfestu í hlutabréfum, og þeir sem skiluðu lökustu ávöxtuninni lækkuðu um vel yfir 20 prósent, samkvæmt úttekt Innherja.

Gjöfult ár fyrir vogunarsjóði sem skiluðu margir yfir 50 prósenta ávöxtun

Ávöxtun flestra íslenskra vogunarsjóða, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar í verðbréfum margfalt, var umtalsvert betri í fyrra en á árinu 2020 í umhverfi þar sem markaðsaðstæður einkenndust af miklum verðhækkunum hlutabréfa flestra félaga í Kauphöllinni.

Gagnrýnir lífeyrissjóði og segir að þeir hafi „frekar ýtt undir vandann“ á markaði

Aðstæður á innlendum fjármálamörkuðum á árinu hafa verið „með því verra sem sést hefur“ frá fjármálahruninu 2008 þar sem meðal annars smæð markaðarins, lítill sem enginn seljanleiki og mikið útflæði fjármagns hefur valdið „ákveðnum markaðsbresti“ og ýkt sveiflur á gengi félaga í báðar áttir, að sögn vogunarsjóðstjóra. Hann gagnrýnir lífeyrissjóðina, sem eiga liðlega helming af öllum skráðum hlutabréfum, fyrir sinnuleysi gagnvart hlutabréfamarkaðinum með því að beita sér lítið við þessar krefjandi aðstæður og „frekar ýtt undir vandann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×