Við leitum viðbragða stjórnarandstöðunnar við málinu í kvöldfréttum og rennum yfir fjölmörg mál Flokks fólksins, sem vakið hafa gagnrýni og hneyksli á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnarinnar.
Við ræðum við formann foreldrafélags Breiðholtsskóla en foreldrar í hverfinu hafa tekið höndum saman um reglulegt foreldrarölt til að reyna að lægja ofbeldisöldu í hverfinu.
Og við kíkjum á samkomu í tilefni Alþjóðadags einstaklinga með Downs heilkenni í beinni útsendingu.
Í sportpakkanum kíkjum við á okkar mann Aron Guðmundsson, sem er kominn til Spánar með karlalandsliðinu í fótbolta, sem þarf að vinna upp eins marks forystu Kósovóva.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: