Ekki skárra fyrir 35 árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 21. mars 2025 14:18 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að þó því sé haldið fram að það hafi verið alsiða að fullorðið fólk hafi verið í sambandi við unglinga á níunda áratug síðustu aldar sé það ekki endilega skárra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Ásthildur Lóa segir samband sitt við piltinn hafa hafist þegar hann var á sextánda ári. Hann hafi sótt mjög í hana og þau náð vel saman. Þegar á leið hafi hann sótt fast að komast í nánara samband við hana og meðal annars setið um hana á tímabili þegar hún tók það ekki í mál. „[Þ]arna upplifði ég eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling en það hugtak var ekki til á þessum tíma. Þetta tók á sig ýmsar myndir en m.a. fór hann að venja komur sínar upp í Mosfellsbæ þar sem ég bjó með föður mínum og systur, og hékk í kringum húsið í alls kyns veðrum og kom svo á gluggann hjá mér þegar allt var orðið hljótt. Systir mín fann hann a.m.k. tvisvar í bílskúrnum okkar, þar sem hann hafði komið sér fyrir,“ segir í yfirlýsingu hennar frá því í morgun. Að endingu hafi hún gefið eftir og telur líklegt að barnið hafi komið undir í fyrsta sinn sem þau sváfu saman. Málið var borið undir Drífu talskonu Stígamóta. „Það er þannig að brotaþolar eiga að hafa rödd og eiga að geta sagt sína sögu sjálf og ákveða hvort þeir gera það eða ekki. Ef þessi maður er brotaþoli þá á það að vera í hans höndum,“ segir Drífa. „Þó að það sé talað um það núna að það hafi verið alsiða var það ekki endilega skárra almennt ef fólk var að nota aðstöðu sína, valdastöðu gagnvart öðrum. Það er ástæða fyrir því að við erum með lög í dag sem taka á óeðlilegri valdastöðu. Að því sögðu er ekki alveg ljóst hvernig þetta var.“ Hún segist ekki vilja tjá sig frekar um málið, enda sé atburðarrásin enn í gangi. Barnamálaráðherra segir af sér Kynferðisofbeldi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Barnsfaðir Ásthildar Lóu: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk“ Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið í hans óþökk. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. 21. mars 2025 11:05 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Ásthildur Lóa segir samband sitt við piltinn hafa hafist þegar hann var á sextánda ári. Hann hafi sótt mjög í hana og þau náð vel saman. Þegar á leið hafi hann sótt fast að komast í nánara samband við hana og meðal annars setið um hana á tímabili þegar hún tók það ekki í mál. „[Þ]arna upplifði ég eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling en það hugtak var ekki til á þessum tíma. Þetta tók á sig ýmsar myndir en m.a. fór hann að venja komur sínar upp í Mosfellsbæ þar sem ég bjó með föður mínum og systur, og hékk í kringum húsið í alls kyns veðrum og kom svo á gluggann hjá mér þegar allt var orðið hljótt. Systir mín fann hann a.m.k. tvisvar í bílskúrnum okkar, þar sem hann hafði komið sér fyrir,“ segir í yfirlýsingu hennar frá því í morgun. Að endingu hafi hún gefið eftir og telur líklegt að barnið hafi komið undir í fyrsta sinn sem þau sváfu saman. Málið var borið undir Drífu talskonu Stígamóta. „Það er þannig að brotaþolar eiga að hafa rödd og eiga að geta sagt sína sögu sjálf og ákveða hvort þeir gera það eða ekki. Ef þessi maður er brotaþoli þá á það að vera í hans höndum,“ segir Drífa. „Þó að það sé talað um það núna að það hafi verið alsiða var það ekki endilega skárra almennt ef fólk var að nota aðstöðu sína, valdastöðu gagnvart öðrum. Það er ástæða fyrir því að við erum með lög í dag sem taka á óeðlilegri valdastöðu. Að því sögðu er ekki alveg ljóst hvernig þetta var.“ Hún segist ekki vilja tjá sig frekar um málið, enda sé atburðarrásin enn í gangi.
Barnamálaráðherra segir af sér Kynferðisofbeldi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Barnsfaðir Ásthildar Lóu: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk“ Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið í hans óþökk. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. 21. mars 2025 11:05 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45
Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30
Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57
Barnsfaðir Ásthildar Lóu: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk“ Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið í hans óþökk. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. 21. mars 2025 11:05