Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar 21. mars 2025 06:02 Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar