Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. mars 2025 14:47 Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðaþjónusta Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun