Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 18. mars 2025 17:31 Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun