Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 18. mars 2025 16:01 Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar