Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 14:38 John „Paddy“ Hemingway lést á heimili sínu í gær. Hann var 105 ára gamall. Talið er að hann sé síðastur „hinna fáu“, flugmanna sem vörðu Bretland gegn þýska fluhernum í orrustunni um Bretland árið 1940. Flugher Bretlands John „Paddy“ Hemingway, sem kallaður hefur verið síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland, er látinn. Hann var 105 ára gamall en þegar hann var 21 árs gamall varði hann Bretlandseyjar í háloftunum gegn þýskum flugmönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Hemingway var upprunalega frá Dublin en gekk til liðs við flugher Bretlands sem táningur á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þegar hann var nítján ára gamall flaug hann Hurricane herflugvél yfir Frakklandi og varði síðar breska og franska hermenn á undanhaldi þeirra frá Dunkirk, samkvæmt tilkynningu á vef breska flughersins. Yfir ellefu daga tímabil í maí 1940 skaut flugsveit hans að minnsta kosti níutíu þýskar flugvélar niður yfir Frakklandi. Hemingway flaug Hurricane herflugvél í seinni heimsstyrjöldinni.Flugher Bretlands Orrustan um Bretland stóð yfir í rúma þrjá mánuði og hafa flugmennirnir sem vörðu Bretlandseyjar lengi verið kallaðir „hinir fáu“. Er það tilvísun í ræðu Winstons Churchill um að aldrei í sögunni hefðu svo margir skuldað svo fáum eins mikið. Hemingway var síðasti eftirlifandi flugmaðurinn sem tók þátt í þessum átökum. Í frétt BBC segir að Hemingway hafi fjórum sinnum á ferlinum þurft að yfirgefa flugvél sína, bæði vegna þess að hann var skotinn niður og vegna bilana. Hann var svo árið 1941 heiðraður fyrir þjónustu sína og hugrekki. Þá þurfti hann að ferðast á fund kóngsins til að taka við orðunni en flugvélin sem hann var farþegi í brotlenti við flugtak. Hemingway á árum áður.Flugher Bretlands Bretland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Hemingway var upprunalega frá Dublin en gekk til liðs við flugher Bretlands sem táningur á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þegar hann var nítján ára gamall flaug hann Hurricane herflugvél yfir Frakklandi og varði síðar breska og franska hermenn á undanhaldi þeirra frá Dunkirk, samkvæmt tilkynningu á vef breska flughersins. Yfir ellefu daga tímabil í maí 1940 skaut flugsveit hans að minnsta kosti níutíu þýskar flugvélar niður yfir Frakklandi. Hemingway flaug Hurricane herflugvél í seinni heimsstyrjöldinni.Flugher Bretlands Orrustan um Bretland stóð yfir í rúma þrjá mánuði og hafa flugmennirnir sem vörðu Bretlandseyjar lengi verið kallaðir „hinir fáu“. Er það tilvísun í ræðu Winstons Churchill um að aldrei í sögunni hefðu svo margir skuldað svo fáum eins mikið. Hemingway var síðasti eftirlifandi flugmaðurinn sem tók þátt í þessum átökum. Í frétt BBC segir að Hemingway hafi fjórum sinnum á ferlinum þurft að yfirgefa flugvél sína, bæði vegna þess að hann var skotinn niður og vegna bilana. Hann var svo árið 1941 heiðraður fyrir þjónustu sína og hugrekki. Þá þurfti hann að ferðast á fund kóngsins til að taka við orðunni en flugvélin sem hann var farþegi í brotlenti við flugtak. Hemingway á árum áður.Flugher Bretlands
Bretland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira