Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 13:02 Emil Nielsen kastar sér á eftir boltanum á Ólympíuleikunum í París í fyrra, þar sem Danir unnu gull. AP/Aaron Favila Kosning stendur yfir á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um besta handboltafólk ársins 2024. Danir furða sig á því að markvörðurinn magnaði Emil Nielsen skuli ekki vera tilnefndur og kenna pólitík um. Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira