Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 13:02 Emil Nielsen kastar sér á eftir boltanum á Ólympíuleikunum í París í fyrra, þar sem Danir unnu gull. AP/Aaron Favila Kosning stendur yfir á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um besta handboltafólk ársins 2024. Danir furða sig á því að markvörðurinn magnaði Emil Nielsen skuli ekki vera tilnefndur og kenna pólitík um. Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira