„Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 17:55 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Vísir/Bjarni Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð. Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira