„Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 17:55 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Vísir/Bjarni Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð. Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent