Innlent

Beðið eftir gosi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum okkar tökum við stöðuna á eldstöðvunum við Sundhnúksgígaröðina en sérfræðingar eru á því að þar gæti farið að gjósa hvenær sem er. 

Allt bendir til þess að varnargarðarnir sem hafa verið reistir á svæðinu muni verja bæinn og orkuinnviði, komi til goss. 

Þá tökum við stöðuna á rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápsmáli sem kom upp á dögunum og við ræðum við yfirlögregluþjóninn sem fer fyrir rannsókninni. 

Einnig verður byrlunarmálið svokallaða til umræðu en þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir harðlega hugmyndir um sérstaka rannsóknarnefnd í málinu. 

Í íþróttapakka dagsins er það svo frækinn sigur Newcastle á Liverpool í bikarúrslitum í gær sem ber hæst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×