„Þessi á drapst á einni nóttu“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 11:41 Úrgangurinn frá námunni fór hér um áður en hann fór út í Kafueá. AP/Richard Kille Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni. Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir. Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir.
Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira