„Þessi á drapst á einni nóttu“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 11:41 Úrgangurinn frá námunni fór hér um áður en hann fór út í Kafueá. AP/Richard Kille Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni. Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir. Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir.
Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira