Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. mars 2025 19:22 Magnús Tumi Guðmundsson segir að það geti gosið á Reykjanesi á næstu klukkustundum eða næstu dögum. Fyrirvarinn verði stuttur og óvissan sé mikil. Á þessari mynd var hann á vettvangi við eldgosið við Litla-Hrút á Reykjanesi, 2023. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni. Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira