Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 15. mars 2025 09:01 Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun