Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2025 16:15 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, fagnar því að málið sé skoðað betur. Vísir/Arnar Formaður Blaðamannafélagsins fagnar því að byrlunar- eða skæruliðamálið svokallaða verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Rannsaka þurfi málið heildstætt og rýna í kjölinn á rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Eva Hauksdóttir lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn byrlunarmálsins svokallaða og óskað eftir að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að rýna málið, og þá sérstaklega aðkoma Ríkisútvarpsins, sem opinbert hlutafélag. Skoða eigi hvort brotið hafi verið á mannréttindum blaðamannnanna Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. „Blaðamannafélagið hefur margítrekað gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þessum sex blaðamönnum, sem hafa verið til rannsóknar vegna umfjöllunar um skæruliðamálið svokallaða. Við teljum að það sé full ástæða á að full rannsókn fari fram heildstætt og hvetjum nefndina til að skoða þetta mál,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Sérstaklega vilji félagið að rannsókn lögreglu verði skoðuð, afskipti ráðherra af málinu og fordæmalaus yfirlýsing lögreglu þegar málið var fellt niður. „Það má alveg skoða það hvort afskipti lögreglunnar af þessum blaðamönnum hafi verið brot á mannréttindum þessara blaðamanna. Sérstaklega þegar við horfum á tjáningarfrelsið og þetta inngrip, sem þetta var.“ Kjarni málsins skæruliðamálið Vilhjálmur sagði í Bítinu í morgun að blaðamennirnir hefðu gengið of langt í að afla gagna í málinu. „Blaðamenn tóku við gögnum frá heimildamanni sem áttu augljóst erindi til almennings. Þeir voru að vinna vinnuna sína, voru að vinna blaðamennsku. Það er óumdeilt að þessi gögn áttu erindi til almennings og fréttirnar tala sínu máli,“ segir Sigríður Dögg. „Allar fabúleringar um símstuld eru til þess fallnar að beina athygli almennings frá því sem málið snerist um og fréttir voru sagðar af: Að starfsfólk stórfyrirtækis lagði á ráð um hvernig mætti grafa undan trúverðugleika blaðamanna í því skyni að hafa áhrif á hvernig fjallað var um fyrirtækið. Alþingi Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21 Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Eva Hauksdóttir lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn byrlunarmálsins svokallaða og óskað eftir að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að rýna málið, og þá sérstaklega aðkoma Ríkisútvarpsins, sem opinbert hlutafélag. Skoða eigi hvort brotið hafi verið á mannréttindum blaðamannnanna Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. „Blaðamannafélagið hefur margítrekað gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þessum sex blaðamönnum, sem hafa verið til rannsóknar vegna umfjöllunar um skæruliðamálið svokallaða. Við teljum að það sé full ástæða á að full rannsókn fari fram heildstætt og hvetjum nefndina til að skoða þetta mál,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Sérstaklega vilji félagið að rannsókn lögreglu verði skoðuð, afskipti ráðherra af málinu og fordæmalaus yfirlýsing lögreglu þegar málið var fellt niður. „Það má alveg skoða það hvort afskipti lögreglunnar af þessum blaðamönnum hafi verið brot á mannréttindum þessara blaðamanna. Sérstaklega þegar við horfum á tjáningarfrelsið og þetta inngrip, sem þetta var.“ Kjarni málsins skæruliðamálið Vilhjálmur sagði í Bítinu í morgun að blaðamennirnir hefðu gengið of langt í að afla gagna í málinu. „Blaðamenn tóku við gögnum frá heimildamanni sem áttu augljóst erindi til almennings. Þeir voru að vinna vinnuna sína, voru að vinna blaðamennsku. Það er óumdeilt að þessi gögn áttu erindi til almennings og fréttirnar tala sínu máli,“ segir Sigríður Dögg. „Allar fabúleringar um símstuld eru til þess fallnar að beina athygli almennings frá því sem málið snerist um og fréttir voru sagðar af: Að starfsfólk stórfyrirtækis lagði á ráð um hvernig mætti grafa undan trúverðugleika blaðamanna í því skyni að hafa áhrif á hvernig fjallað var um fyrirtækið.
Alþingi Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21 Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21
Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24
Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15