Við heyrum meðal annars í formanni Blaðamannafélags Íslands sem segir að rannsaka þurfi alla anga málsins.
Þá fjöllum við áfram um manndrápsmálið sem upp kom á dögunum. Hinn látni mun hafa glímt við veikindi og ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum sem er í haldi lögreglu vegna málsins.
Að auki verður rætt við sviðsstjóra Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem harmar að börn beiti önnur börn ítrekuðu ofbeldi í Breiðholti. Ýmislegt hafi þó verið gert til að reyna að bregðast við ástandinu.
Í sportinu er það svo Bónusdeildin þar sem línurnar skýrast en Gaðrbængar geta tekið stórt skref að deildarmeistaratitlinum með sigri í kvöld.