Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar 14. mars 2025 12:02 Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn? Viðreisn og Evrópusambandið – frelsi eða fjötrar? Viðreisn leggur áherslu á mikilvægi þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu til að tryggja viðskiptafrelsi og stöðugleika. Það er auðvitað gild röksemd að aðgangur að stærri mörkuðum geti haft efnahagslega kosti, en er verðmiðinn á slíku aðildarferli ekki of hár? Evrópusambandið er ekki bara viðskiptasamfélag það er pólitískt valdakerfi sem hefur stöðugt verið að auka yfirráð sín yfir aðildarríkjum þess. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að lúta ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, þar sem íslensk stjórnvöld hefðu hverfandi áhrif á stefnumótun og lagasetningu. Hvar er þá frelsið sem Viðreisn talar fyrir? Ísland nýtur nú þegar aðgangs að mörkuðum Evrópu í gegnum EES-samninginn, en samt heldur landið fullveldi sínu og sjálfstæði í ýmsum mikilvægum málaflokkum. Það að afhenda Evrópusambandinu stjórnun yfir íslenskum málefnum, eins og sjávarútvegi, landbúnaði og gjaldmiðli, myndi takmarka getu okkar til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fullveldi er forsenda raunverulegs frelsis Viðreisn virðist vilja skilgreina frelsi fyrst og fremst í ljósi viðskipta og efnahagslegs samstarfs. En frelsi er ekki aðeins efnahagslegt það er einnig pólitískt og menningarlegt. Ísland hefur byggt upp sjálfstæði sitt og fullveldi í meira en 100 ár, eftir harða baráttu fyrir því að ráða eigin örlögum. Að fórna þessu sjálfstæði í nafni frjálshyggju er ekki frelsi heldur fjötrar. Hefur núverandi Ríkisstjórn gleymt þeim atburðum sem áttu sér stað á Þingvöllum að Lögbergi við Öxará 17.júní 1944 ? Við í Framsókn teljum að hið raunverulega frelsi sé að vera fullvalda ríki. Sjálfstætt Ísland hefur sannað getu sína til að blómstra án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Aðild að ESB myndi grafa undan þessari getu og veikja stöðu okkar sem sjálfstæðs ríkis. Framtíð Íslands – utan ESB Sjálfstætt Ísland hefur sýnt að það getur blómstrað án aðildar að Evrópusambandinu. Við höfum sveigjanleika til að laga okkur að breytingum, sjálfstæða stefnu í atvinnuvegum og getu til að verja hagsmuni okkar án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Ef frelsi er virkilega forgangsmál, eins og Viðreisn heldur fram, ætti flokkurinn þá ekki að horfa á leiðir til að styrkja fullveldi Íslands frekar en að selja það undir yfirráð evrópskra embættismanna? Sannkallað frelsi er að geta sjálfur tekið ákvarðanir um framtíð sína. Ísland hefur staðið vörð um það frelsi í áratugi. Fullveldi og frelsi eru samofin – annað getur ekki verið án hins. Við skulum áfram standa saman sem sjálfstæð þjóð, verja arfleifð okkar og tryggja að komandi kynslóðir megi njóta sama frelsis og forfeður okkar börðust svo hart fyrir. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn? Viðreisn og Evrópusambandið – frelsi eða fjötrar? Viðreisn leggur áherslu á mikilvægi þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu til að tryggja viðskiptafrelsi og stöðugleika. Það er auðvitað gild röksemd að aðgangur að stærri mörkuðum geti haft efnahagslega kosti, en er verðmiðinn á slíku aðildarferli ekki of hár? Evrópusambandið er ekki bara viðskiptasamfélag það er pólitískt valdakerfi sem hefur stöðugt verið að auka yfirráð sín yfir aðildarríkjum þess. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að lúta ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, þar sem íslensk stjórnvöld hefðu hverfandi áhrif á stefnumótun og lagasetningu. Hvar er þá frelsið sem Viðreisn talar fyrir? Ísland nýtur nú þegar aðgangs að mörkuðum Evrópu í gegnum EES-samninginn, en samt heldur landið fullveldi sínu og sjálfstæði í ýmsum mikilvægum málaflokkum. Það að afhenda Evrópusambandinu stjórnun yfir íslenskum málefnum, eins og sjávarútvegi, landbúnaði og gjaldmiðli, myndi takmarka getu okkar til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fullveldi er forsenda raunverulegs frelsis Viðreisn virðist vilja skilgreina frelsi fyrst og fremst í ljósi viðskipta og efnahagslegs samstarfs. En frelsi er ekki aðeins efnahagslegt það er einnig pólitískt og menningarlegt. Ísland hefur byggt upp sjálfstæði sitt og fullveldi í meira en 100 ár, eftir harða baráttu fyrir því að ráða eigin örlögum. Að fórna þessu sjálfstæði í nafni frjálshyggju er ekki frelsi heldur fjötrar. Hefur núverandi Ríkisstjórn gleymt þeim atburðum sem áttu sér stað á Þingvöllum að Lögbergi við Öxará 17.júní 1944 ? Við í Framsókn teljum að hið raunverulega frelsi sé að vera fullvalda ríki. Sjálfstætt Ísland hefur sannað getu sína til að blómstra án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Aðild að ESB myndi grafa undan þessari getu og veikja stöðu okkar sem sjálfstæðs ríkis. Framtíð Íslands – utan ESB Sjálfstætt Ísland hefur sýnt að það getur blómstrað án aðildar að Evrópusambandinu. Við höfum sveigjanleika til að laga okkur að breytingum, sjálfstæða stefnu í atvinnuvegum og getu til að verja hagsmuni okkar án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Ef frelsi er virkilega forgangsmál, eins og Viðreisn heldur fram, ætti flokkurinn þá ekki að horfa á leiðir til að styrkja fullveldi Íslands frekar en að selja það undir yfirráð evrópskra embættismanna? Sannkallað frelsi er að geta sjálfur tekið ákvarðanir um framtíð sína. Ísland hefur staðið vörð um það frelsi í áratugi. Fullveldi og frelsi eru samofin – annað getur ekki verið án hins. Við skulum áfram standa saman sem sjálfstæð þjóð, verja arfleifð okkar og tryggja að komandi kynslóðir megi njóta sama frelsis og forfeður okkar börðust svo hart fyrir. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun