Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 07:03 Halldór Þormar Halldórsson, fulltrúi sýslumannsins á Norðurlandi eystri, segir nýgenginn dóm Hæstaréttar yfir forsvarsmönnum Zuism staðfesta það sem hann hefur haldið fram um félagið í gegnum tíðina. Á myndinni er hof sem forsvarsmenn Zuism þóttust vilja reisa í Reykjavík. Saksóknari sagði fyrir dómi engin gögn til um að það hafi raunverulega staðið til auk þess sem það hefði verið langt út fyrir fjárráð félagsins. Vísir Sýslumannsembætti sem fer með eftirlit með trúfélögum telur að grundvöllur fyrir skráningu Zuism sem trúfélags sé horfinn með hæstaréttardómi yfir forsvarsmönnum félagsins. Búast megi við að gripið verði til aðgerða til að afskrá það. Fangelsisdómar yfir bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum voru fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi Zuism voru staðfestir í Hæstarétti í síðustu viku. Þeir voru fundnir sekir um að blekkja ríkið til þess að greiða félaginu tugi milljóna króna í sóknargjöld sem það átti ekki rétt á. Engin raunveruleg trúariðkun hefði átt sér stað á vegum félagsins. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára dóm en Einar eins og hálfs árs dóm fyrir sinn þátt í brotunum. Einar hafði áður hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í óskyldu máli. Zuism var stofnað af bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssyni við þriðja mann árið 2013. Félagsmenn voru teljandi á fingrum annarrar handar og engin starfsemi fór fram á vegum þess. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en þá gaf sig fram hópur aðgerðasinna sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og fékk yfirráð yfir Zuism. Í kjölfarið auglýsti hópurinn að hann hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Um þrjú þúsund manns bættust þá í félagið sem varð að einu fjölmennasta trúfélagi landsins. Zuism átti þá skyndileg rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í sóknargjöld. Bræðurnir stungu þá aftur upp kollinum og gerðu kröfu um að yfirráð þeirra yrðu viðurkennd. Þeir náðu stjórn á Zuism aftur haustið 2017 og fékk félagið þá greiddar tugi milljóna króna í sóknargjöld sem var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver réði félaginu. Þeir tóku þá upp loforð aðgerðahópsins um endurgreiðslur og sóttu um lóð fyrir hof í Reykjavík. Sýslumaður lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í febrúar 2019 vegna vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Bræðurnir voru skömmu síðar handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Þeir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur en síðar fundnir sekir í Landsrétti. Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóm Landsréttar yfir þeim. Dómurinn þýðir að enginn grundvöllur sé lengur fyrir skráningu Zuism sem trúfélags, að mati Halldórs Þormars Halldórssonar, fulltrúa hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem fer með eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. „Þessi niðurstaða breytir allri stöðu félagsins og því má búast við að gripið verði til aðgerða í samræmi við það,“ segir Halldór Þormar í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Ferlið við afskráningu trúfélaga getur þó tekið sinn tíma. Veita þarf stjórn félags frest til þess að tjá sig. Einu skráðu stjórnarmenn Zuism eru þeir Ágúst Arnar og Einar samkvæmt fyrirtækjaskrá. Halldór Þormar áætlar að ferlið gæti tekið einn til tvo mánuði. Óljóst sé hvort að því verði lokið áður en eftirlit með trúfélögum færist endanlega yfir til sýslumannsins á Vestfjörðum 1. maí. Enn eru fleiri en fjögur hundruð manns skráðir í Zuism en þegar mest lét voru yfir þrjú þúsund manns félagar í því. Greiðslur sóknargjalda til félagsins hafa þó verið frystar vegna grunsemda sýslumanns um að félagið uppfyllti ekki skilyrði laga fyrir skráningu frá árinu 2019. Yfir áttatíu milljónir króna af fé sem bræðurnir færðu af reikningi Zuism til annarra félaga í þeirra eigu voru haldlagðar með dómnum. Þær renna í ríkissjóð. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, þegar mál gegn honum og Einari bróður hans var rekið í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022.Vísir/Vilhelm Staðfestir grunsemdir sýslumanns Halldór Þormar telur að dómurinn staðfesti það sem hann hafi haldið fram um árabil: Zuism hafi verið stofnað til málamynda, í óljósum tilgangi og forráðamenn þess hafi veitt villandi upplýsingar til þess að svíkja út fjármuni. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir bræðrunum byggðist á því að vegna þess að sýslumannsembættið hefði lengi efast um grundvöll Zuism hefðu þeir ekki valdið ranghugmyndum stjórnvalda um að félagið uppfyllti skilyrði laga með blekkingum sínum. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við og taldi bræðurnar hafa valdið stjórnvöldum ranghugmyndum um starfsemina með blekkingum. Hæstiréttur taldi rétt að sakfella bræðurna á þeim forsendum að þeir hefðu nýtt sér óvissu frekar en ranghugmyndir stjórnvalda um hvort félagið uppfyllti skilyrði laga og að efasemdir sýslumannsembættisins gætu ekki skipt máli um það. Veikur lagagrundvöllur til eftirlits Lagagrundvöllur til þess að afla upplýsinga um starfsemi skráðra félaga var afar veikur á þeim tíma sem blekkingar zúista áttu sér stað, að sögn Halldórs Þormars. Það hafi verið bæði flókið og tímafrekt að grípa til nokkurra úrræða. Hæstiréttur taldi í dómi sínum að takmarkaðar heimildir sýslumanns hefðu verið meginástæða þess að stjórnvöld skorti nægilega yfirsýn og þekkingu á raunverulegri starfsemi Zuism. Lögum um trú- og lífsskoðunarfélög var breytt um áramótin til þess að taka tillit til athugasemda um að íslensk stjórnvöld uppfylltu ekki skuldbindingar sínar um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri hafði meðal annars varað við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi. Nær engar kröfur voru gerðar til forstöðumanna eða stjórnarmanna trú- og lífsskoðunarfélaga í lögunum áður en þeim var breytt. Forstöðumenn þurftu aðeins að hafa náð ákveðnum aldri og fullnægja almennum hæfisskilyrðum til þess að gegna störfum á vegum hins opinbera. Ekki var gerð krafa um hreint sakarvottorð, aðeins að þeir hefðu ekki gerst sekir um brot í opinberu starfi. Stjórnarmenn þurftu hvorki að vera búsettir á Íslandi né skráðir í félag. Einar Ágústsson í Héraðsdómi Reykjavíkur á sínum tíma. Hann hefur nú verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, bæði í tengslum við Zuism og í óskyldu máli þar sem hann blekkti fólk til þess að leggja fé í meintan fjárfestingarsjóð sem hann þóttist reka.Vísir/Vilhelm Strangari kröfur til forsvarsmanna trúfélaga með lagabreytingunni Halldór Þormar segir að heimildir stjórnvalda til eftirlits og beitingu úrræða mun styrkari en áður eftir lagabreytinguna. Nú er kveðið á um skyldu trúfélaga til þess að halda bókhald, skila árituðum ársreikningum og sýslumanni veitt heimild til þess að krefjast gagna og upplýsinga, meðal annars um hæfi forstöðumanns eða stjórnarmanna, upplýsinga um samkomur og athafnir félags og fleira. Sýslumaður getur nú knúið á um að trúfélög uppfylli skyldur sínar með stjórnvaldssektum. Þá eru mun strangari kröfur gerðar til forstöðumanna og stjórnarmanna trúfélaga. Þeir mega ekki hafa orðið gjaldþrota og mega ekki hafa hlotið dóm fyrir ýmis konar lögbrot við atvinnurekstur á síðustu þremur árum. Zuism Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Fangelsisdómar yfir bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum voru fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi Zuism voru staðfestir í Hæstarétti í síðustu viku. Þeir voru fundnir sekir um að blekkja ríkið til þess að greiða félaginu tugi milljóna króna í sóknargjöld sem það átti ekki rétt á. Engin raunveruleg trúariðkun hefði átt sér stað á vegum félagsins. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára dóm en Einar eins og hálfs árs dóm fyrir sinn þátt í brotunum. Einar hafði áður hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í óskyldu máli. Zuism var stofnað af bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssyni við þriðja mann árið 2013. Félagsmenn voru teljandi á fingrum annarrar handar og engin starfsemi fór fram á vegum þess. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en þá gaf sig fram hópur aðgerðasinna sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og fékk yfirráð yfir Zuism. Í kjölfarið auglýsti hópurinn að hann hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Um þrjú þúsund manns bættust þá í félagið sem varð að einu fjölmennasta trúfélagi landsins. Zuism átti þá skyndileg rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í sóknargjöld. Bræðurnir stungu þá aftur upp kollinum og gerðu kröfu um að yfirráð þeirra yrðu viðurkennd. Þeir náðu stjórn á Zuism aftur haustið 2017 og fékk félagið þá greiddar tugi milljóna króna í sóknargjöld sem var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver réði félaginu. Þeir tóku þá upp loforð aðgerðahópsins um endurgreiðslur og sóttu um lóð fyrir hof í Reykjavík. Sýslumaður lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í febrúar 2019 vegna vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Bræðurnir voru skömmu síðar handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Þeir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur en síðar fundnir sekir í Landsrétti. Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóm Landsréttar yfir þeim. Dómurinn þýðir að enginn grundvöllur sé lengur fyrir skráningu Zuism sem trúfélags, að mati Halldórs Þormars Halldórssonar, fulltrúa hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem fer með eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. „Þessi niðurstaða breytir allri stöðu félagsins og því má búast við að gripið verði til aðgerða í samræmi við það,“ segir Halldór Þormar í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Ferlið við afskráningu trúfélaga getur þó tekið sinn tíma. Veita þarf stjórn félags frest til þess að tjá sig. Einu skráðu stjórnarmenn Zuism eru þeir Ágúst Arnar og Einar samkvæmt fyrirtækjaskrá. Halldór Þormar áætlar að ferlið gæti tekið einn til tvo mánuði. Óljóst sé hvort að því verði lokið áður en eftirlit með trúfélögum færist endanlega yfir til sýslumannsins á Vestfjörðum 1. maí. Enn eru fleiri en fjögur hundruð manns skráðir í Zuism en þegar mest lét voru yfir þrjú þúsund manns félagar í því. Greiðslur sóknargjalda til félagsins hafa þó verið frystar vegna grunsemda sýslumanns um að félagið uppfyllti ekki skilyrði laga fyrir skráningu frá árinu 2019. Yfir áttatíu milljónir króna af fé sem bræðurnir færðu af reikningi Zuism til annarra félaga í þeirra eigu voru haldlagðar með dómnum. Þær renna í ríkissjóð. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, þegar mál gegn honum og Einari bróður hans var rekið í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022.Vísir/Vilhelm Staðfestir grunsemdir sýslumanns Halldór Þormar telur að dómurinn staðfesti það sem hann hafi haldið fram um árabil: Zuism hafi verið stofnað til málamynda, í óljósum tilgangi og forráðamenn þess hafi veitt villandi upplýsingar til þess að svíkja út fjármuni. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir bræðrunum byggðist á því að vegna þess að sýslumannsembættið hefði lengi efast um grundvöll Zuism hefðu þeir ekki valdið ranghugmyndum stjórnvalda um að félagið uppfyllti skilyrði laga með blekkingum sínum. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við og taldi bræðurnar hafa valdið stjórnvöldum ranghugmyndum um starfsemina með blekkingum. Hæstiréttur taldi rétt að sakfella bræðurna á þeim forsendum að þeir hefðu nýtt sér óvissu frekar en ranghugmyndir stjórnvalda um hvort félagið uppfyllti skilyrði laga og að efasemdir sýslumannsembættisins gætu ekki skipt máli um það. Veikur lagagrundvöllur til eftirlits Lagagrundvöllur til þess að afla upplýsinga um starfsemi skráðra félaga var afar veikur á þeim tíma sem blekkingar zúista áttu sér stað, að sögn Halldórs Þormars. Það hafi verið bæði flókið og tímafrekt að grípa til nokkurra úrræða. Hæstiréttur taldi í dómi sínum að takmarkaðar heimildir sýslumanns hefðu verið meginástæða þess að stjórnvöld skorti nægilega yfirsýn og þekkingu á raunverulegri starfsemi Zuism. Lögum um trú- og lífsskoðunarfélög var breytt um áramótin til þess að taka tillit til athugasemda um að íslensk stjórnvöld uppfylltu ekki skuldbindingar sínar um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri hafði meðal annars varað við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi. Nær engar kröfur voru gerðar til forstöðumanna eða stjórnarmanna trú- og lífsskoðunarfélaga í lögunum áður en þeim var breytt. Forstöðumenn þurftu aðeins að hafa náð ákveðnum aldri og fullnægja almennum hæfisskilyrðum til þess að gegna störfum á vegum hins opinbera. Ekki var gerð krafa um hreint sakarvottorð, aðeins að þeir hefðu ekki gerst sekir um brot í opinberu starfi. Stjórnarmenn þurftu hvorki að vera búsettir á Íslandi né skráðir í félag. Einar Ágústsson í Héraðsdómi Reykjavíkur á sínum tíma. Hann hefur nú verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, bæði í tengslum við Zuism og í óskyldu máli þar sem hann blekkti fólk til þess að leggja fé í meintan fjárfestingarsjóð sem hann þóttist reka.Vísir/Vilhelm Strangari kröfur til forsvarsmanna trúfélaga með lagabreytingunni Halldór Þormar segir að heimildir stjórnvalda til eftirlits og beitingu úrræða mun styrkari en áður eftir lagabreytinguna. Nú er kveðið á um skyldu trúfélaga til þess að halda bókhald, skila árituðum ársreikningum og sýslumanni veitt heimild til þess að krefjast gagna og upplýsinga, meðal annars um hæfi forstöðumanns eða stjórnarmanna, upplýsinga um samkomur og athafnir félags og fleira. Sýslumaður getur nú knúið á um að trúfélög uppfylli skyldur sínar með stjórnvaldssektum. Þá eru mun strangari kröfur gerðar til forstöðumanna og stjórnarmanna trúfélaga. Þeir mega ekki hafa orðið gjaldþrota og mega ekki hafa hlotið dóm fyrir ýmis konar lögbrot við atvinnurekstur á síðustu þremur árum.
Zuism var stofnað af bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssyni við þriðja mann árið 2013. Félagsmenn voru teljandi á fingrum annarrar handar og engin starfsemi fór fram á vegum þess. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en þá gaf sig fram hópur aðgerðasinna sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og fékk yfirráð yfir Zuism. Í kjölfarið auglýsti hópurinn að hann hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Um þrjú þúsund manns bættust þá í félagið sem varð að einu fjölmennasta trúfélagi landsins. Zuism átti þá skyndileg rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í sóknargjöld. Bræðurnir stungu þá aftur upp kollinum og gerðu kröfu um að yfirráð þeirra yrðu viðurkennd. Þeir náðu stjórn á Zuism aftur haustið 2017 og fékk félagið þá greiddar tugi milljóna króna í sóknargjöld sem var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver réði félaginu. Þeir tóku þá upp loforð aðgerðahópsins um endurgreiðslur og sóttu um lóð fyrir hof í Reykjavík. Sýslumaður lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í febrúar 2019 vegna vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Bræðurnir voru skömmu síðar handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Þeir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur en síðar fundnir sekir í Landsrétti. Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóm Landsréttar yfir þeim.
Zuism Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira