Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2025 11:46 Alma Möller, heilbrigðisráðherra, segir að mikilvægt sé að stytta biðlista fyrir börn og þess vegna ákvað hún að veita Heilsuskólnum aukafjárveitingu. Með henni tókst að stytta fimmtán mánaða biðlista niður í tíu mánuði. Vísir/einar Heilbrigðisráðherra segir brýnt að stytta bið fyrir börn og því hún ákveðið að styðja við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. Hún hyggst skipa starfshóp sem er falið að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna. Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58
Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51