Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar 13. mars 2025 12:00 Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun