„Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. mars 2025 19:01 Kristján Örn Kristjánsson átti góðan leik fyrir Ísland eftir langa fjarveru frá íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag. Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira