Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 14:47 Frá vinstri: Francois-Philippe Champagne nýsköpunar, vísinda- og iðnaðarráðherra, Melanie Joly utanríkisráðherra og Dominic LeBlanc fjármálaráðherra. AP/Adrian Wyld Ráðamenn í Kanada hafa tilkynnti viðbragðstolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump setti 25 prósenta toll á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Kanada segir tolla Trumps og árásir hans á hagkerfi Kanada vera óréttláta. Trump hafi valdið gífurlegum skaða á því sem var best heppnaða viðskiptasambandi heimsins. „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá,“ sagði Dominic LeBlanc samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada. Tollar Kanadamanna ná til innflutnings sem verðmetinn er á um 29,8 milljarða dala og er það sambærilegt tollum Bandaríkjanna. Tollarnir taka gildi á miðnætti og eru á vörur eins og tölvubúnað, íþróttabúnað, heimilistæki, skjái og annað. Áður höfðu leiðtogar Evrópusambandsins tilkynnti sambærilega tolla á Bandaríkin. Þegar Kanadamenn tilkynntu tollana í dag gagnrýndi utanríkisráðherra landsins Trump fyrir ummæli hans um innlimun Kanada í Bandaríkin og óreiðuna sem hann hefði ollið. „Eini fastinn í þessu óréttlætanlega viðskiptastríði virðist vera orðræða Trumps um að innlima landið okkar með efnahagsþvingunum,“ sagði Mélanie Joly. „Í gær hallaði hann landamæri okkar ímyndaða línu og endurtók virðingarlausan áróður sinn um 51. ríki Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Kanada hafa varað íbúa við því að Trump sé alvara þegar hann tali um að vilja eignast Kanada. Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, ítrekaði þetta í viðtali á Fox News í dag. Þar sagði hann að það besta í stöðunni væri að sameina hagkerfi Kanada og Bandaríkjanna á þann hátt að Kanada yrði 51. ríki Bandaríkjanna. Kanadamenn yrðu að vinna með Bandaríkjamönnum að þessu og ættu að íhuga allt það sem þeir myndu græða á því. Þessi ummæli Trump-liða um Kanada hafa valdið mikilli reiði meðal Kanadamanna á undanförnum vikum. Ef marka má kannanir vestanhafs er lítill vilji meðal þeirra á því að sameinast Bandaríkjunum. Lutnick: "The best way to actually merge the economies of Canada and the United States is for Canada to become our 51st state ... Canada is gonna have to work with us to really integrate their economy, and as the president said, they should consider the amazing advantages of… pic.twitter.com/Lp4xKqoDwa— Aaron Rupar (@atrupar) March 12, 2025 Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Trump hafi valdið gífurlegum skaða á því sem var best heppnaða viðskiptasambandi heimsins. „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá,“ sagði Dominic LeBlanc samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada. Tollar Kanadamanna ná til innflutnings sem verðmetinn er á um 29,8 milljarða dala og er það sambærilegt tollum Bandaríkjanna. Tollarnir taka gildi á miðnætti og eru á vörur eins og tölvubúnað, íþróttabúnað, heimilistæki, skjái og annað. Áður höfðu leiðtogar Evrópusambandsins tilkynnti sambærilega tolla á Bandaríkin. Þegar Kanadamenn tilkynntu tollana í dag gagnrýndi utanríkisráðherra landsins Trump fyrir ummæli hans um innlimun Kanada í Bandaríkin og óreiðuna sem hann hefði ollið. „Eini fastinn í þessu óréttlætanlega viðskiptastríði virðist vera orðræða Trumps um að innlima landið okkar með efnahagsþvingunum,“ sagði Mélanie Joly. „Í gær hallaði hann landamæri okkar ímyndaða línu og endurtók virðingarlausan áróður sinn um 51. ríki Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Kanada hafa varað íbúa við því að Trump sé alvara þegar hann tali um að vilja eignast Kanada. Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, ítrekaði þetta í viðtali á Fox News í dag. Þar sagði hann að það besta í stöðunni væri að sameina hagkerfi Kanada og Bandaríkjanna á þann hátt að Kanada yrði 51. ríki Bandaríkjanna. Kanadamenn yrðu að vinna með Bandaríkjamönnum að þessu og ættu að íhuga allt það sem þeir myndu græða á því. Þessi ummæli Trump-liða um Kanada hafa valdið mikilli reiði meðal Kanadamanna á undanförnum vikum. Ef marka má kannanir vestanhafs er lítill vilji meðal þeirra á því að sameinast Bandaríkjunum. Lutnick: "The best way to actually merge the economies of Canada and the United States is for Canada to become our 51st state ... Canada is gonna have to work with us to really integrate their economy, and as the president said, they should consider the amazing advantages of… pic.twitter.com/Lp4xKqoDwa— Aaron Rupar (@atrupar) March 12, 2025
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira