Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 11. mars 2025 17:00 Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun