„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson og Svanhildur Óskarsdóttir skrifa 11. mars 2025 16:03 Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Íslensk tunga Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun