Heiða liggur enn undir feldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
Laun formanns sambandsins nema alls tæpum 870 þúsund krónum á mánuði, eða sem nemur hálfu þingfarakaupi auk fastra akstursgreiðslna. Breytingar á launakerfi fyrir stjórnarsetu hjá sambandinu tóku gildi í fyrra, sem rökstuddar eru meðal annars með fjölgun funda en það er mat starfskjaranefndar sambandsins að vinna formanns samsvari um 50% starfi. Aðrir stjórnarmenn fá greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, eða sem nemur 18% af þingfararkaupi, og fá ekki fastar akstursgreiðslur, samkvæmt upplýsingum frá sambandinu. Aðrir stjórnarmenn fá hins vegar greiðslur vegna þess akstur sem þeir keyra samkvæmt akstursdagbók til að sækja staðarfundi. Laun annarra stjórnarmanna en formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þannig nær tvöfaldast frá 2023. Einar enn á borgarstjóralaunum Líkt og fram hefur komið er Heiða er alls með um 3,8 milljónir í laun sem borgarstjóri, formaður sambandsins og sem stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari Heiðu við fyrirspurn fréttastofu segist hún ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að halda áfram sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, nú þegar hún hefur tekið við embætti borgarstjóra. Heiða tekur einnig fram að hún hafi verið kosin til þessara verkefna og ráði ekki sjálf sínum launum. Hún sé með sömu laun og forveri hennar í embætti borgarstjóra, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins, sem líkt og kunnugt er sleit meirihlutasamstarfi í byrjun febrúar. Sá munur er þó á að Heiða er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en Einar stjórnarmaður í stjórn sambandsins. Fyrir það fær hann greiddar um 275 þúsund krónur á mánuði, en að auki fær Einar sex mánaða borgarstjóralaun í biðlaun, eftir að hafa sjálfur slitið meirihlutasamstarfi.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira