Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Lovísa Arnardóttir skrifar 9. mars 2025 21:55 Helga segir fólk í veitingabransanum verða að vera meðvitað um jafnréttismál og mikilvægi fjölbreytileika í eldhúsum. Helga stendur fremst á myndinni en með henni eru Wiola Tarasek, Erna Daníelsdóttir. Sarah Harnist og Kristjana Eldey Kjartansdóttir. Vísir/RAX Helga Haraldsdóttir yfirkokkur segir mikilvægt að lyfta fjölbreytileikanum í eldhúsunum. Í sumum eldhúsum sé eins og fólk stígi aftur til fortíðar. Hún fagnar því að í ár eru fimm gestakokkar á Food&fun en engar konur tóku þátt í fyrra. Matarhátíðin Food & Fun fer fram í 24. sinn 12. til 16. mars. Sautján gestakokkar taka þátt í hátíðinni í ár og eru fimm þeirra konur. Það er töluverð breyting frá því í fyrra þegar enginn gestakokkur var kona. Tvær konur í veitingageiranum, þær Helga Haraldsdóttir, yfirkokkur á Mat og drykk og Elma Backman, eigandi Matar og drykkjar, gagnrýndu það harðlega í fyrra að engar konur væru að taka þátt og sniðgengu hátíðina í kjölfarið. Í ár eru þær þátttakendur og segja það verulega ánægjulegt að sjá fleiri konur á gestalistanum. „Lausnin okkar megin, eins og kom fram í viðtalinu við mig í fyrra, var að við þyrftum að taka þátt í að breyta þessu og við tókum strax þá ákvörðun, við Elma, að taka þátt í hátíðinni og fá til okkar kvenkyns kokk,“ segir Helga og heldur áfram: „Food & Fun er mikilvægt framtak fyrir íslenska veitingageirann. Hátíðin er tækifæri fyrir kokka bæði utan- og innanlands til að mynda tengsl sín á milli og læra hver af öðru. Þau ár sem hátíðin hefur verið haldin hafa konur alltaf verið í minnihluta en algjör fjarvera þeirra á hátíðinni í fyrra var þó sláandi.“ Sjá einnig: Vonbrigði að allir gestakokkar hátíðarinnar séu karlkyns Elma tekur undir það. Þær benda á að konur séu almennt í minnihluta í stéttinni og það geri sýnileika kvenna enn mikilvægari. „Með því að fá fjölbreytt fólk að borðinu, til að mynda konur, fólk af erlendum uppruna og hinsegin fólk, skapast rými fyrir nýjar hugmyndir og áherslur sem óhjákvæmilega stuðla að framþróun í veitingageiranum,“ segir Helga og að Food & Fun hafi stórt hlutverk í því samhengi. Elma er búsett á Spáni um þessar myndir en kemur á hátíðina og er spennt að smakka matinn. Aðsend Skýr áminning um fjölbreytileikann „Hátíðin í fyrra var skýr áminning um þörfina fyrir meðvitund um fjölbreytileika þegar kemur að skipulagningu viðburða og hátíða af þessu tagi. Mistök eru til þess að læra af þeim, og í stað þess að standa á hliðarlínunni og gagnrýna ætlar Matur og drykkur að sjálfsögðu að taka þátt í Food&Fun í ár,“ segir Elma. Í ár kemur því til þeirra Sonja Kristensen, yfirkokkur á veitingastaðnum Kontrast í Ósló, en hún stýrir eldhúsi sem státar af tveimur Michelin-stjörnum og grænni Michelin-stjörnu. Þar leggur hún áherslu á nútímalega norræna matargerð, staðbundin hráefni og sjálfbærni. Aðrar konur sem taka þátt á hátíðinni í ár eru þær Lateisha Wilson frá Bandaríkjunum fyrir Tides á Edition, Katja Tuomainen frá Finnlandi fyrir Fröken Reykjavík, Colibrí Jimenez frá Mexíkó fyrir Skreið og Ana Dolores Gonzáles frá Mexíkó fyrir Apótek Kithen og Bar. Fimm kvenkokkar eru á hátíðinni í ár. Frá vinstri eru á myndinni Sonja Kristensen, Ana Dolores Gonzáles, Colibrí Jimenez, Katja Tuomainen og Lateisha Wilson. Food & fun „Við sjáum líka núna hversu mikil áhrif umræðan hafði. Við sjáum strax breytingar í fjölda þátttakenda kvenna í ár. Það er magnað að sjá að einn þriðji þátttakenda eru konur. Þetta hefur aldrei gerst áður og okkur langar að hrósa forsvarsmönnum Food& fun fyrir að taka þátt í þessum tímabæru breytingum. Þetta eru tímamót,“ segir Elma. Helga segir að þó svo að Matur og drykkur hafi verið eini veitingastaðurinn sem gagnrýndi það opinberlega í fyrra að allir þátttakendur væru karlmenn sé augljóst að fleiri veitingastaðir hafi tekið það til sín. „Það rigndi yfir okkur skilaboðum. Konur í bransanum þökkuðu okkur fyrir að hafa bent á þetta og þessa löngu þörfu umræðu,“ segir Elma. Karlmenn hafi átt sviðið í veitingabransanum Elma segir karlmenn hafa átt sviðið í veitingabransanum hingað til og konur hafi þannig átt erfitt uppdráttar. „Það er það sem kemur í ljós í kjölfar umræðunnar í fyrra. Þá sjáum við greinilega þörf fyrir vettvangi kvenna í bransanum til að tjá sig, standa saman og þétta raðir.“ Elma segir það oft þannig að eldhúsin séu að mestu skipuð karlmönnum. „Konur geta upplifað sig einangraðar í rosalega karllægu umhverfi og það er svo mikilvægt að brjóta á þessari einangrun og lyfta þeim konum sem starfa í bransanum og gefa þeim tækifæri. Það er svo oft sem þær fá ekki tækifæri í þessu karllæga umhverfi.“ Frá því í fyrra hafa þær og aðrar konur staðið fyrir hittingum fyrir konur í veitingabransanum, litlum og stórum, sem hafi verið afar vel sóttir. „Þetta er ein leið til að efla konur og styrkja tengslanet okkar á milli. Þannig upplifunin sé að við eigum bakland þó að við séum fáar inni á stöðunum. Þannig þú getir leitað til einhvers sem þú þekkir,“ segir Helga. Helga segist spennt að taka á móti Sonju á Mat og drykk. Saman munu þær bjóða upp á tíu rétta matseðil á Mat og drykk ásamt sérstökum fjögurra rétta Food & Fun matseðli. Til að fullkomna upplifunina verður í boði sérvalin vínpörun frá forseta Vínþjónasamtaka Íslands, Ölbu E. H. Hough, og yfirþjóni Mats og drykkjar, Masza Solak. Sonja eldar nýnorrænan mat á Mat og drykk á hátíðinni með Helgu. Food & fun Augljóslega hugsað út í þetta „Ég fór út að borða hjá henni fyrir ekki svo löngu. Ég var í Osló og langaði að fara á Michelin-stað. Ég hafði val um tvo staði til að fara á og skoðaði þá báða á Instagram og sá að á öðrum staðnum voru bara myndir af körlum í eldhúsinu. Það var ekki ein einasta kona þar og ég tók ákvörðun um að fara ekki inn á stað þar sem ekki væri hugsað út í kynjahlutfall, eins og er gert á nær flestum vinnustöðum. Þannig ég fór til Sonju á Kontrast, þar sem augljóslega var verið að hugsa út í þetta,“ segir Helga. Hún segir matinn sem Sonja eldar mjög í takt við matinn sem er eldaður á Mat og drykk. „Hún er í ný-norrænni matargerð, einblínir á norsk matvæli og í svipuðum stíl og Matur og drykkur. Að nútíma bæði norska matargerð eins og við gerum íslenska. Þannig við erum spennt að vinna seðil í samvinnu fyrir Food & fun. Það verða þá réttir frá henni en við aðstoðum með hráefnin.“ Helga og Elma ætla báðar að reyna að heimsækja þá staði sem eru búnir að bóka kvenkokka á hátíðina. „Maður þarf að taka meðvitaða ákvörðun þegar maður hefur svona val.“ Elma Backman Helga tekur undir það. „Ég held að flestir vinnustaðir viti að með fjölbreyttara úrvali af starfsfólki er ákveðin framþróun í þeirri grein. Það gildir það sama í eldhúsinu. Ef við pössum ekki upp á fjölbreytileikann og að það komi fólk að sköpuninni með sem fjölbreyttastan bakgrunn þá erum við ekki í framþróun. Þá erum við alltaf í því sama og stöndum í stað,“ segir Helga. Hún segist stundum upplifa að menningin í eldhúsinu sé eftir á. „Fólk hefur alveg haft orð á þessu við mig. Því líði eins og það stígi til fortíðar að koma inn í sum eldhús. Það get ég alveg tekið undir. Það getur þrifist óheilbrigð menning í eldhúsum eins og annars staðar.“ Bara konur í eldhúsinu Á Mat og drykk starfa bara konur í eldhúsinu og þær segja markvisst hafi verið unnið að því að fá fleiri konur. „Við erum bara með konur í dag en ekki fyrir svo löngu var þetta hlutfall 50 prósent hjá okkur. Fyrir öll skiptin þar sem eldhúsin hafa veiði full af körlum finnst mér alveg í lagi að eitt sinn sé eldhúsið fullt af konum,“ segir Helga. Konurnar í eldhúsinu á Mat og drykk. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Haraldsdóttir, Wiola Tarasek, Erna Daníelsdóttir, Sarah Harnist og Kristjana Eldey Kjartansdóttir. Vísir/RAX Fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í að innleiða jafnrétti á sinn vinnustað segir Helga gott að byrja á því að horfa yfir starfsmannahópinn og meta hvort þau telji hann of einsleitan. „Þau ættu að reyna að hafa kynjahlutfallið ekki of skakkt. Miðað við umsóknirnar sem við fáum til okkar met ég að það sé ekki ógerlegt að passa upp á þetta. Svo er það umhverfið, hvernig þú stuðlir að og skapir umhverfi sem fólki líðir vel í, öllu fólki. Það þarf að passa upp á þetta á öllum vinnustöðum.“ Elma tekur undir þetta og nefnir í þessu samhengi menninguna og talsmátann inni á vinnustöðunum. Það megi skoða það vel. Þær segjast spenntar að hitta konurnar sem eru að koma á hátíðina og það sé mjög gleðilegt að kynjahlutfallið sé annað en í fyrra. „Það gerir hátíðina betri. Konur þurfa að hafa fyrirmyndir svo þær geti séð að þetta geti verið eitthvað fyrir þær. Ungar stelpur þurfa að geta séð kvenkokka svo þær geti séð að þetta geti verið vettvangur fyrir þær. Það þarf sýnilegar kvenkyns fyrirmyndir og við þurfum að lyfta þeim upp svo við greiðum leiðina fyrir yngri kynslóðir. Það skiptir mestu máli.“ Jafnréttismál Food and Fun Veitingastaðir Noregur Finnland Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Fyrr í þessum mánuði hlaut spænski veitingastaðurinn La Barceloneta viðurkenningu frá spænskum stjórnvöldum þess efnis að veitingastaðurinn bjóði upp á ekta spænskt gæða hráefni sem hægt er að rekja til heimalandsins. 18. desember 2024 14:25 „Það má engin alvöru mataráhugamanneskja missa af þessu“ Síðastliðinn fimmtudag var formlega opnað fyrir bókanir á Food & fun hátíðina sem verður haldin fyrsta til fjórða mars næstkomandi. Verður þetta í tuttugasta skipti sem hátíðin er haldin en hún hefur legið í dvala síðustu tvö ár vegna Covid-19 faraldursins. 21. febrúar 2023 11:51 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Matarhátíðin Food & Fun fer fram í 24. sinn 12. til 16. mars. Sautján gestakokkar taka þátt í hátíðinni í ár og eru fimm þeirra konur. Það er töluverð breyting frá því í fyrra þegar enginn gestakokkur var kona. Tvær konur í veitingageiranum, þær Helga Haraldsdóttir, yfirkokkur á Mat og drykk og Elma Backman, eigandi Matar og drykkjar, gagnrýndu það harðlega í fyrra að engar konur væru að taka þátt og sniðgengu hátíðina í kjölfarið. Í ár eru þær þátttakendur og segja það verulega ánægjulegt að sjá fleiri konur á gestalistanum. „Lausnin okkar megin, eins og kom fram í viðtalinu við mig í fyrra, var að við þyrftum að taka þátt í að breyta þessu og við tókum strax þá ákvörðun, við Elma, að taka þátt í hátíðinni og fá til okkar kvenkyns kokk,“ segir Helga og heldur áfram: „Food & Fun er mikilvægt framtak fyrir íslenska veitingageirann. Hátíðin er tækifæri fyrir kokka bæði utan- og innanlands til að mynda tengsl sín á milli og læra hver af öðru. Þau ár sem hátíðin hefur verið haldin hafa konur alltaf verið í minnihluta en algjör fjarvera þeirra á hátíðinni í fyrra var þó sláandi.“ Sjá einnig: Vonbrigði að allir gestakokkar hátíðarinnar séu karlkyns Elma tekur undir það. Þær benda á að konur séu almennt í minnihluta í stéttinni og það geri sýnileika kvenna enn mikilvægari. „Með því að fá fjölbreytt fólk að borðinu, til að mynda konur, fólk af erlendum uppruna og hinsegin fólk, skapast rými fyrir nýjar hugmyndir og áherslur sem óhjákvæmilega stuðla að framþróun í veitingageiranum,“ segir Helga og að Food & Fun hafi stórt hlutverk í því samhengi. Elma er búsett á Spáni um þessar myndir en kemur á hátíðina og er spennt að smakka matinn. Aðsend Skýr áminning um fjölbreytileikann „Hátíðin í fyrra var skýr áminning um þörfina fyrir meðvitund um fjölbreytileika þegar kemur að skipulagningu viðburða og hátíða af þessu tagi. Mistök eru til þess að læra af þeim, og í stað þess að standa á hliðarlínunni og gagnrýna ætlar Matur og drykkur að sjálfsögðu að taka þátt í Food&Fun í ár,“ segir Elma. Í ár kemur því til þeirra Sonja Kristensen, yfirkokkur á veitingastaðnum Kontrast í Ósló, en hún stýrir eldhúsi sem státar af tveimur Michelin-stjörnum og grænni Michelin-stjörnu. Þar leggur hún áherslu á nútímalega norræna matargerð, staðbundin hráefni og sjálfbærni. Aðrar konur sem taka þátt á hátíðinni í ár eru þær Lateisha Wilson frá Bandaríkjunum fyrir Tides á Edition, Katja Tuomainen frá Finnlandi fyrir Fröken Reykjavík, Colibrí Jimenez frá Mexíkó fyrir Skreið og Ana Dolores Gonzáles frá Mexíkó fyrir Apótek Kithen og Bar. Fimm kvenkokkar eru á hátíðinni í ár. Frá vinstri eru á myndinni Sonja Kristensen, Ana Dolores Gonzáles, Colibrí Jimenez, Katja Tuomainen og Lateisha Wilson. Food & fun „Við sjáum líka núna hversu mikil áhrif umræðan hafði. Við sjáum strax breytingar í fjölda þátttakenda kvenna í ár. Það er magnað að sjá að einn þriðji þátttakenda eru konur. Þetta hefur aldrei gerst áður og okkur langar að hrósa forsvarsmönnum Food& fun fyrir að taka þátt í þessum tímabæru breytingum. Þetta eru tímamót,“ segir Elma. Helga segir að þó svo að Matur og drykkur hafi verið eini veitingastaðurinn sem gagnrýndi það opinberlega í fyrra að allir þátttakendur væru karlmenn sé augljóst að fleiri veitingastaðir hafi tekið það til sín. „Það rigndi yfir okkur skilaboðum. Konur í bransanum þökkuðu okkur fyrir að hafa bent á þetta og þessa löngu þörfu umræðu,“ segir Elma. Karlmenn hafi átt sviðið í veitingabransanum Elma segir karlmenn hafa átt sviðið í veitingabransanum hingað til og konur hafi þannig átt erfitt uppdráttar. „Það er það sem kemur í ljós í kjölfar umræðunnar í fyrra. Þá sjáum við greinilega þörf fyrir vettvangi kvenna í bransanum til að tjá sig, standa saman og þétta raðir.“ Elma segir það oft þannig að eldhúsin séu að mestu skipuð karlmönnum. „Konur geta upplifað sig einangraðar í rosalega karllægu umhverfi og það er svo mikilvægt að brjóta á þessari einangrun og lyfta þeim konum sem starfa í bransanum og gefa þeim tækifæri. Það er svo oft sem þær fá ekki tækifæri í þessu karllæga umhverfi.“ Frá því í fyrra hafa þær og aðrar konur staðið fyrir hittingum fyrir konur í veitingabransanum, litlum og stórum, sem hafi verið afar vel sóttir. „Þetta er ein leið til að efla konur og styrkja tengslanet okkar á milli. Þannig upplifunin sé að við eigum bakland þó að við séum fáar inni á stöðunum. Þannig þú getir leitað til einhvers sem þú þekkir,“ segir Helga. Helga segist spennt að taka á móti Sonju á Mat og drykk. Saman munu þær bjóða upp á tíu rétta matseðil á Mat og drykk ásamt sérstökum fjögurra rétta Food & Fun matseðli. Til að fullkomna upplifunina verður í boði sérvalin vínpörun frá forseta Vínþjónasamtaka Íslands, Ölbu E. H. Hough, og yfirþjóni Mats og drykkjar, Masza Solak. Sonja eldar nýnorrænan mat á Mat og drykk á hátíðinni með Helgu. Food & fun Augljóslega hugsað út í þetta „Ég fór út að borða hjá henni fyrir ekki svo löngu. Ég var í Osló og langaði að fara á Michelin-stað. Ég hafði val um tvo staði til að fara á og skoðaði þá báða á Instagram og sá að á öðrum staðnum voru bara myndir af körlum í eldhúsinu. Það var ekki ein einasta kona þar og ég tók ákvörðun um að fara ekki inn á stað þar sem ekki væri hugsað út í kynjahlutfall, eins og er gert á nær flestum vinnustöðum. Þannig ég fór til Sonju á Kontrast, þar sem augljóslega var verið að hugsa út í þetta,“ segir Helga. Hún segir matinn sem Sonja eldar mjög í takt við matinn sem er eldaður á Mat og drykk. „Hún er í ný-norrænni matargerð, einblínir á norsk matvæli og í svipuðum stíl og Matur og drykkur. Að nútíma bæði norska matargerð eins og við gerum íslenska. Þannig við erum spennt að vinna seðil í samvinnu fyrir Food & fun. Það verða þá réttir frá henni en við aðstoðum með hráefnin.“ Helga og Elma ætla báðar að reyna að heimsækja þá staði sem eru búnir að bóka kvenkokka á hátíðina. „Maður þarf að taka meðvitaða ákvörðun þegar maður hefur svona val.“ Elma Backman Helga tekur undir það. „Ég held að flestir vinnustaðir viti að með fjölbreyttara úrvali af starfsfólki er ákveðin framþróun í þeirri grein. Það gildir það sama í eldhúsinu. Ef við pössum ekki upp á fjölbreytileikann og að það komi fólk að sköpuninni með sem fjölbreyttastan bakgrunn þá erum við ekki í framþróun. Þá erum við alltaf í því sama og stöndum í stað,“ segir Helga. Hún segist stundum upplifa að menningin í eldhúsinu sé eftir á. „Fólk hefur alveg haft orð á þessu við mig. Því líði eins og það stígi til fortíðar að koma inn í sum eldhús. Það get ég alveg tekið undir. Það getur þrifist óheilbrigð menning í eldhúsum eins og annars staðar.“ Bara konur í eldhúsinu Á Mat og drykk starfa bara konur í eldhúsinu og þær segja markvisst hafi verið unnið að því að fá fleiri konur. „Við erum bara með konur í dag en ekki fyrir svo löngu var þetta hlutfall 50 prósent hjá okkur. Fyrir öll skiptin þar sem eldhúsin hafa veiði full af körlum finnst mér alveg í lagi að eitt sinn sé eldhúsið fullt af konum,“ segir Helga. Konurnar í eldhúsinu á Mat og drykk. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Haraldsdóttir, Wiola Tarasek, Erna Daníelsdóttir, Sarah Harnist og Kristjana Eldey Kjartansdóttir. Vísir/RAX Fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í að innleiða jafnrétti á sinn vinnustað segir Helga gott að byrja á því að horfa yfir starfsmannahópinn og meta hvort þau telji hann of einsleitan. „Þau ættu að reyna að hafa kynjahlutfallið ekki of skakkt. Miðað við umsóknirnar sem við fáum til okkar met ég að það sé ekki ógerlegt að passa upp á þetta. Svo er það umhverfið, hvernig þú stuðlir að og skapir umhverfi sem fólki líðir vel í, öllu fólki. Það þarf að passa upp á þetta á öllum vinnustöðum.“ Elma tekur undir þetta og nefnir í þessu samhengi menninguna og talsmátann inni á vinnustöðunum. Það megi skoða það vel. Þær segjast spenntar að hitta konurnar sem eru að koma á hátíðina og það sé mjög gleðilegt að kynjahlutfallið sé annað en í fyrra. „Það gerir hátíðina betri. Konur þurfa að hafa fyrirmyndir svo þær geti séð að þetta geti verið eitthvað fyrir þær. Ungar stelpur þurfa að geta séð kvenkokka svo þær geti séð að þetta geti verið vettvangur fyrir þær. Það þarf sýnilegar kvenkyns fyrirmyndir og við þurfum að lyfta þeim upp svo við greiðum leiðina fyrir yngri kynslóðir. Það skiptir mestu máli.“
Jafnréttismál Food and Fun Veitingastaðir Noregur Finnland Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Fyrr í þessum mánuði hlaut spænski veitingastaðurinn La Barceloneta viðurkenningu frá spænskum stjórnvöldum þess efnis að veitingastaðurinn bjóði upp á ekta spænskt gæða hráefni sem hægt er að rekja til heimalandsins. 18. desember 2024 14:25 „Það má engin alvöru mataráhugamanneskja missa af þessu“ Síðastliðinn fimmtudag var formlega opnað fyrir bókanir á Food & fun hátíðina sem verður haldin fyrsta til fjórða mars næstkomandi. Verður þetta í tuttugasta skipti sem hátíðin er haldin en hún hefur legið í dvala síðustu tvö ár vegna Covid-19 faraldursins. 21. febrúar 2023 11:51 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Fyrr í þessum mánuði hlaut spænski veitingastaðurinn La Barceloneta viðurkenningu frá spænskum stjórnvöldum þess efnis að veitingastaðurinn bjóði upp á ekta spænskt gæða hráefni sem hægt er að rekja til heimalandsins. 18. desember 2024 14:25
„Það má engin alvöru mataráhugamanneskja missa af þessu“ Síðastliðinn fimmtudag var formlega opnað fyrir bókanir á Food & fun hátíðina sem verður haldin fyrsta til fjórða mars næstkomandi. Verður þetta í tuttugasta skipti sem hátíðin er haldin en hún hefur legið í dvala síðustu tvö ár vegna Covid-19 faraldursins. 21. febrúar 2023 11:51