Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. mars 2025 11:30 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandinu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um launamál formannsins, sem byggði á svörum þeirra til fjölmiðla. Sambandið harmar að hafa sent frá sér rangar upplýsingar um kjör stjórnarmanna. Fram kom að laun formannsins hefðu hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum, og á sama tíma hefðu litlar breytingar orðið á störfum hans. Verkalýðsleiðtogar fordæmdu launahækkunina og sögðu ekki hægt að réttlæta hana með neinu móti. Fréttastofu tókst ekki að ná í Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, borgarstjóra og formann Sambandsins í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Launin hærri 2023 en áður hefur komið fram Í yfirlýsingu Sambandsins kemur fram að laun formannsins hafi verið mun hærri árið 2023 en áður hefur komið fram. Í upphaflegu svari Sambandsins hafi staðið að launin hefðu verið 285.087 á mánuði, en í þeirri tölu hefði fast yfirvinnukaup ekki verið tekið með í myndina. Mánaðarlegar yfirvinnugreiðslur vegna aukinna verkefna og fundarhalda hafi numið 296.080 krónum á mánuði árið 2023, og heildarlaun formannsins því 581.167 krónur á mánuði. Launaþróun formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hér má sjá að heildarlaun formannsins hafa hækkað frá 581.167 krónum í 868.671 á mánuði. Akstursgreiðslurnar bættust við árið 2024. Hækkunin nemur því aðeins tæpum fimmtíu prósentum, ekki hundrað og sjötíu eins og áður kom fram.Samband íslenskra sveitarfélaga Í yfirlýsingunni segir breytingar hafi tekið gildi á launakerfi formannsins árið 2024. Fyrir breytingarnar hafi formaður fengið tvöföld laun fyrir stjórnarsetu auk yfirvinnugreiðslna, sem hafi verið að jafnaði 40 yfirvinnutímar á mánuði. Frá og með árinu 2024 sé engin yfirvinna greidd fyrir aukavinnu eða aukafundi formannsins. Yfirvinnugreiðslurnar hafi ekki verið teknar saman í þær tölur sem Sambandið sendi frá sér upphaflega. Þá segir að mikil aukning hafi orðið í fundarhöldum Sambandsins undanfarin ár. Áður hafi um 10 - 11 fundir verið haldnir á ári, en árið 2023 hafi þeir verið 24, og gert sé ráð fyrir að fundir á árinu 2025 verði um 26. „Til viðbótar við stjórnarfundi fundar formaður reglulega með starfsfólki Sambandsins, sem og með bæjarstjórum og fulltrúum sveitarfélaga um land allt. Formaður situr einnig einnig fjöldan allan af ráðstefnum þar sem flutt eru ávörp í nafni Sambandsins. Að auki á formaður sæti í Þjóðhagsráði og Samstarfsráði ríkis og sveitarfélaga, þar sem unnið er að stefnumálum sveitarfélaga.“ Kjaramál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandinu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um launamál formannsins, sem byggði á svörum þeirra til fjölmiðla. Sambandið harmar að hafa sent frá sér rangar upplýsingar um kjör stjórnarmanna. Fram kom að laun formannsins hefðu hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum, og á sama tíma hefðu litlar breytingar orðið á störfum hans. Verkalýðsleiðtogar fordæmdu launahækkunina og sögðu ekki hægt að réttlæta hana með neinu móti. Fréttastofu tókst ekki að ná í Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, borgarstjóra og formann Sambandsins í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Launin hærri 2023 en áður hefur komið fram Í yfirlýsingu Sambandsins kemur fram að laun formannsins hafi verið mun hærri árið 2023 en áður hefur komið fram. Í upphaflegu svari Sambandsins hafi staðið að launin hefðu verið 285.087 á mánuði, en í þeirri tölu hefði fast yfirvinnukaup ekki verið tekið með í myndina. Mánaðarlegar yfirvinnugreiðslur vegna aukinna verkefna og fundarhalda hafi numið 296.080 krónum á mánuði árið 2023, og heildarlaun formannsins því 581.167 krónur á mánuði. Launaþróun formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hér má sjá að heildarlaun formannsins hafa hækkað frá 581.167 krónum í 868.671 á mánuði. Akstursgreiðslurnar bættust við árið 2024. Hækkunin nemur því aðeins tæpum fimmtíu prósentum, ekki hundrað og sjötíu eins og áður kom fram.Samband íslenskra sveitarfélaga Í yfirlýsingunni segir breytingar hafi tekið gildi á launakerfi formannsins árið 2024. Fyrir breytingarnar hafi formaður fengið tvöföld laun fyrir stjórnarsetu auk yfirvinnugreiðslna, sem hafi verið að jafnaði 40 yfirvinnutímar á mánuði. Frá og með árinu 2024 sé engin yfirvinna greidd fyrir aukavinnu eða aukafundi formannsins. Yfirvinnugreiðslurnar hafi ekki verið teknar saman í þær tölur sem Sambandið sendi frá sér upphaflega. Þá segir að mikil aukning hafi orðið í fundarhöldum Sambandsins undanfarin ár. Áður hafi um 10 - 11 fundir verið haldnir á ári, en árið 2023 hafi þeir verið 24, og gert sé ráð fyrir að fundir á árinu 2025 verði um 26. „Til viðbótar við stjórnarfundi fundar formaður reglulega með starfsfólki Sambandsins, sem og með bæjarstjórum og fulltrúum sveitarfélaga um land allt. Formaður situr einnig einnig fjöldan allan af ráðstefnum þar sem flutt eru ávörp í nafni Sambandsins. Að auki á formaður sæti í Þjóðhagsráði og Samstarfsráði ríkis og sveitarfélaga, þar sem unnið er að stefnumálum sveitarfélaga.“
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira