Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. mars 2025 15:01 Vilhjálmur spyr hvort 170 prósent hækkun launa á þremur árum sé í anda félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar, sem flokkur hennar kenni sig við. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi. Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi.
Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira