Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 12:31 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir er ein af skipuleggjendum Kvennagöngunnar. Vísir Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna ganga konur og kvár fylktu liði frá Arnarhóli í Iðnó þar sem baráttufundur fer fram á eftir. Skipuleggjandi segir daginn sérstaklega mikilvægan í ár vegna umræðunnar í alþjóðasamfélaginu. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Í ár standa fjórtán félög að dagskrá og ganga konur frá Arnarhóli klukkan eitt yfir í Iðnó þar sem fer fram baráttufundur. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, ein skipuleggjenda, segir daginn sérstaklega mikilvægan í ár. „Konur eru að missa ýmis réttindi sem þær hafa haft í áratugi. Á sama tíma eru mjög mörg hræðileg stríð. Það er þjóðarmorð í Palestínu og stríð í Úkraínu. Við sjáum þetta í fréttum alla daga. Það er mikill stríðsæsingur í gangi myndi ég segja,“ segir Salvör. Ráðamenn heimsins tali eins og stríð sé óumflýjanlegt. Krafa skipuleggjenda sé friður og jafnrétti. „Þetta eru samtvinnuð barátta fyrir mér og það er svolítið bakslag í þessari baráttu þessa dagana. Kvenréttindi eru fótum troðin, sem má sjá um allan heim, það þarf að berjast meira fyrir réttindum kvenna,“ segir Salvör. Eftir baráttufundinn í Iðnó verður frekari dagskrá víða um borgina. „Fólk getur aldeilis farið niður í bæ og sýnt samstöðu og séð flottar ræður, atriði og gjörninga. Það er nokkuð ljóst að það er eitthvað að hreyfast í samfélaginu. Það er hreyfing fyrir jafnrétti og friði á þessum degi,“ segir Salvör. Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Í ár standa fjórtán félög að dagskrá og ganga konur frá Arnarhóli klukkan eitt yfir í Iðnó þar sem fer fram baráttufundur. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, ein skipuleggjenda, segir daginn sérstaklega mikilvægan í ár. „Konur eru að missa ýmis réttindi sem þær hafa haft í áratugi. Á sama tíma eru mjög mörg hræðileg stríð. Það er þjóðarmorð í Palestínu og stríð í Úkraínu. Við sjáum þetta í fréttum alla daga. Það er mikill stríðsæsingur í gangi myndi ég segja,“ segir Salvör. Ráðamenn heimsins tali eins og stríð sé óumflýjanlegt. Krafa skipuleggjenda sé friður og jafnrétti. „Þetta eru samtvinnuð barátta fyrir mér og það er svolítið bakslag í þessari baráttu þessa dagana. Kvenréttindi eru fótum troðin, sem má sjá um allan heim, það þarf að berjast meira fyrir réttindum kvenna,“ segir Salvör. Eftir baráttufundinn í Iðnó verður frekari dagskrá víða um borgina. „Fólk getur aldeilis farið niður í bæ og sýnt samstöðu og séð flottar ræður, atriði og gjörninga. Það er nokkuð ljóst að það er eitthvað að hreyfast í samfélaginu. Það er hreyfing fyrir jafnrétti og friði á þessum degi,“ segir Salvör.
Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira